Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 14
50. árgangur Aftureldingar! Með þessu tölublaði Aftureld- ingar hefst fimmtugasti árgangur blaðsins. Það var trú og bjartsýni fyrir málefninu, þegar Eric Eric- son hófst handa við útgáfu blaðs- ins. Það var mikið happ fyrir blaðið, að Asmundur Eiríksson var þá kominn í Hvítasunnusöfnuðinn og lagði hann sig fram, með blaðinu frá upphafi. Nafngift blaðsins er hans. A uk þess að vera vel ritfœr á íslenskt mál, þá lék honum í lyndi að yrkja, bœði sálma og Ijóð. A llt þetta kom að góðu haldi við blað- ið. Blaðið hóf göngu sína í Vest- mannaeyjum og var gefið út þar fyrstu árin. Svo vildi til, að í nœsta nágrenni við Betel, höfuðstöðvar blaðsins, bjó einn kunnasti ís- lenskumaður þjóðarinnar. Þor- steinn Þ. Víglundarson, skóla- stjóri með mörgu meiru. Þó svo Þorsteinn vceri ekki safnaðar- bundinn Hvítasunnumaður, þá var Stefanía heitin stjúpmóðir hans mjög hlynnt starfsemi Hvíta- sunnumanna. Það þurfti kannski ekki til, því Þorsteinn kann að meta það sem vel er gert. Því er hans minnst hér, þar sem hann var fyrsti prófarkalesari blaðsins og gerði það þannig að ekki varð betur gert. Að gefa út blað með góðum starfskröftum er eitt, að fá það lesið er annað. Þar lögðust byrð- arnar þyngst á Eric Ericson og konu hans Signe Ericson. Þegar við fyrsta tölublað, sem út kom í desember árið 1934, þá ferðaðist Eric Ericson með skipi frá Eyjum til Reykjavíkur. Þar lögðu fljót- lega hönd á plóginn við útbreiðslu blaðsins Ólöf Einarsdóttir og Sœ- mundur Sigfússon, Steina Jó- hannesdóttir, Ásgeir Guðmunds- son síðar og fleiri. Erá Reykjavík fór Ericson áfram með skipi, vest- ur fyrír land og til Akureyrar. Sama leið var farin til baka. Hver var tilgangurinn? Hann var einn: selja Aftureldingu og útbreiða hana. Var þetta ómaksins vert? Er þetta ómaksins vert? Ritningin segir að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman, heldur sér- hverju Orði er útgengur af Drott- ins munni. Fram á sitt fimmtugasta ár hefir Afturelding orðið mörgu fólki til blessunar. Hefir sú blessun haft varanlegt og eilíft gildi. Þá er ekki unnið til einskis. Nú við þessi tímamót, þá er það besti liðstyrkur sem Afturelding fœr og er reyndar grundvöllur fyrir lífi blaðsins, að sá A ndi, sem fylgdi blaðinu frá fyrrgreindum braut- ryðjendum og það framtak, sem kom fram í útbreiðslu blaðsins, deyi ekki, heldur fari vaxandi og verði almennt meira í framkvœmd hjá unnendum blaðsins, en nokkru sinni fyrr. Afturelding kemur út, nú við fimmtugasta árgang, við allt önn- ur skilyrði, en í upphafi. Sam- keppni um tíma fólksins er svo gífurleg, að oft spyr maður, hvar verður tímifyrir þetta og hitt. Það eru hinir sterku fjölmiðlar er ráða ríkjum. í viðbót við þá, eru komin myndsegulbönd, sem heltaka svo tíma fólks, að spyrja má hvort fólkið þurfi ekki orðið að sofa. Það verður þá lítið rúm fyrir lítið blað, sem Aftureldingu. Við þessar aðstœður lifir blaðið. Það hefir verið bent á framtak frumherjanna. Áfram má benda á dugnað Ásmundar Eiríkssonar, hvernig hann lagði fót um landið og allt til Grímseyjar í norðri og til Heimaeyjar í suðri. Ávann hann blaðinu fjölda áskrifenda og vina. Það er gleðjandi tímanna tákn, hvernig ungt fólk hefir gefist til útbreiðslu blaðsins, svo tala kaup- enda þess fer nú vaxandi. Afturelding verður áfram „Blað með boðskap “ og heldur áfram að koma inn á þau mál í kristnurn dómi, sem sniðgengin eru af öðr- um. Guð blessi fimmtugasta ár- ganginn. Ritstjórinn

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.