Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 23
Vakning í Kristjaníu
Merkileg trúarvakning
gengur nú yfir Kristjaníu, og
þaðan yfir Noreg.
Leiðtogi hreyfingarinnar er
meþódista-prestur, nafn hans
er Barratt; mælskur maður,
sem hefir gjört sér mikið far
um að bæta kjör fátækra.
Mikil undur gjörast á sam-
komunum, menn tala útlend-
um tungum, oft skilur þá eng-
inn. Sagt er, að vakningin
haldi áfram.
Væri óskandi, að hér kæmi
veruleg vakning og það sem
fyrst, því það er það, sem ís-
land þarfnast rnest af öllu; þó
oss uggi, að menn yrðu
hræddir, ef hún kæmi með
verulegum anda.
hjónaskilnað og lifað saman með
annarri manneskju, hafa nú látið
af þeirri breytni. Drottinn hefur
tendrað hið gamla kærleiksljós
þeirra og leitt það í sátt og frið
saman aftur.
„Kona nokkur sem hafði tær-
ingu, varð heil meina sinna og
hafði hún þó aðeins lítinn hluta
af lungunum eftir. Hún lá frá sér
numin í 3 daga, og sá himnaríki
og helvíti og óútmálanlega hluti.“
Hún „meðtók Hvítasunnuskírn-
ina og gáfuna til þess að tala
annarlegum tungum. Hún er nú
þegar ferðbúin til heiðingjaland-
anna.“
Hinn 11. ágúst var Indíani
nokkur frá Mexico viðstaddur á
einni af samkomunum. Þá heyrði
hann konu tala á þýzku, það mál
skildi hann, og Guð hafði gefið
honum að tala það. Hann snerist
þegar og fylltist yfirnáttúrlegri
gleði. Það, sem hann skildi í
ensku var aðeins „Jesús Kristur“
og „Hallelúja". Hann vitnaði um
Guð á sinni eigin tungu, sem var
túlkuð af einum á samkomunni,
er hafði ferðast mikið meðal
Indíána. Þessi útvaldi Indíáni
meðan Guðs máttur var í honum,
„var leiddur af andanum til þess
að leggja hendur yfir konu, sem
var veik af tæringu, og hún varð á
sömu stundu heil, stóð upp og
vitnaði um Guð.“
Andatrúarmiðill, sem var orð-
inn svo veiklaður af öndunum, að
hann hafði engan frið, og var í
þann veg að fremja sjálfsmorð,
leitaði til Guðs í bæn um fyrir-
gefningu syndanna og helgun
lífernis síns, fékk þegar frelsun
frá hinu vonda valdi og meðtók
annan anda.
Gyðingur nokkur skírðist Heil-
ags anda skírn á samkomu meðal
fjölskyldu sinnar. Hann skrifar
oss á þessa leið: „Það var kær-
leikans skím! Hvílíkur óþrjót-
andi kærleiki! Slíkur kærleiki var
oss sæluríkur að mér fannst, sem
mínir líkamskraftar ætluðu að
yfirbugast. Menn vita ekki hvað
þeir gjöra þegar þeir standa á
móti svo blessunarríkum áhrif-
um. Djöfullinn gaf mér aldrei
neitt sæluríki heldur kom mér
stöðugt til þess að dæma aðra.
Þessi skírn fyllir oss með guð-
dómlegum kærleika.
Annar gyðingur 83 ára gamall,
sem fyrir 53 árum hafði snúist til
Jesús Krists, skírðist nýlega Heil-
ags anda skírn og meðtók þá gáfu
að taia tungur, á heimili sínu.
Sonur hans sem var læknir, var
sóttur til þess að rannsaka hvort
hinn gamli maður væri orðinn
veikur. En hann varð þá þess vís,
að það var gleðin í Jesú, sem
hafði yfirbugað hann. Ekki ein-
göngu gamlir menn og konur,
heldur einnig drengir og stúlkur,
láta skírast Hvítasunnuskírninni.
Dálítil stúlka, af svertingjakyni
hefur fengið þá gáfu að tala
„tungum“.
Margir öðlast sönggáfu fyrir
áhrif Heilags anda. Drottinn gef-
ur þeim nýjar og fagrar raddir.
Þeir þýða gamla söngva á nýjar
tungur. Drottinn gefur þeim
engla raddir og það er eins og
himnanna herskarar syngi með í
fagurri samhljóðan. „Stuðnings-
stöfum, hækjum, meðalaglösum
og gleraugum köstum vér nú frá
oss, þar að Drottinn hefur nú
læknað sjúklingana vor á meðal
er þess þurfti við.“
Á samkomu, er haldin var í
Morten Ave Elisian Heights voru
margir skírðir til Heilags anda, og
maður nokkur, George Hock, að
nafni sem hafði verið „stein-
blindur“ hátt á annað ár, frels-
aðist og fékk aftur sjónina. Nú
getur hann lesið, og ættmenn
hans og vinir, sem voru vantrú-
aðir, eru nú hrifnir af undrun og
tala mikið um þennan atburð,
hvar sem þeir koma.
Margt fleira mætti segja um
þessa dásamlegu trúarvakningu,
en hér er ekki rúm til að fara fleiri
orðum um það í þetta sinn. Ég vil
að eins bæta við niðurlagsorðum
greinar þessarar í Byposten (því
þaðan er hún upptekin): „Guð
gæfi að heima hjá oss mætti
koma trúarvakning, meiri en
nokkur önnur er vér höfum átt að
venjast! Við þurfum þess, að
Guði sé lof, slíkt er mögulegt.
Hallelúja!
Heimildir:
Trú: 3. árg. 12. tbl. febr. 1907.
Bls. 90 — 93. 4. árg. 3. tbl. maí 1907. Bls. 18 —
20.
Sjá einnig grein í 2. tbl. Aftureldingar 1981:
Azusarstræti — Rætur vakningarínnar, bls. 16.