Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 18

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 18
Þróun? v I Sköoun? „Ótli Drottins er upphaf þekking- ö/-“(Orðskviðirnir 1:7). f þessari grein eru talin upp nokk- ur atriði úr heimi vísindanna sem benda tvímælalaust á að lífið eigi sér skapara en hafi ekki þróast á tilvilj- unarkenndan hátt. Staðreyndirnar eru í fullu samræmi við Biblíuna. Biblían segir að Guð myndaði manninn af leiri jarðar og konan var sköpuð stuttu síðar. Steingerðar leif- ar, sem áður voru taldar tengiliðir í þróunarkeðju manna frá öpum, eru annaðhvort af öpum eða mönnum. Því benda þessar leifar til að maður- inn hafi ekki þróast heldur sé hann sköpunarverk Guðs. Við skulum vera biblíufastir og varast að bæta við eða draga úr orð- um Biblíunnar. Sumir kristnir menn trúa því að Guði hafi gefið þróun hlutverk í sköpuninni og sé það í fullu samræmi við Biblíuna. Benda þeirá frásögn Biblíunnar um sköpun jurtanna þegar Guð segir: „Láti jöröin af sér spretta grœn grös, sáð- jurtir og aldintré." Einnig skýrir Biblían frá því að Guð skapaði dýrin á landi, í legi og í lofti. Persónulega finnst mér það ólíklegt að Guð hafi notað þróun við sköpun sína. Guð hefur áhuga á sköpun sinni, hann elskar manninn. I Nóaflóðinu valdi Guð þá einstaklinga af mönnum og dýrum sem lifðu áfram, Guð notaði ekki þróun. Guð gaf son sinn einget- inn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Einnig er það merkilegt að stein- gervingategundirnar eru í sömu röð í jarðlögunum og í sköpunarfrásögn Biblíunnar. Biblían var rituð langt á undan þróunarkenningunni. Það er ekkert skrítið því Biblían erinnblásin af Guðs anda sem þekkir alla leynd- ardóma. Þróunarkenningin í grófum dráttum segir þróunar- kenningin að fyrir löngu hafi líf myndast fyrir tilviljun. Síðan hafi tilviljanir (náttúruval og stökkbreyt- ingar) þróað þetta frumlíf (einfrum- unga) í allar þær tegundir sem nú lifa. Sem sagt, Guð hvergi nálægur. Þegar sagt er frá þessu í líffræði- kennslubókum, má sjá að megnið af því, sem fram er sett hefur ekki verið vísindalega sannað og er því hrein ágiskun. „Hinn óguðlegi segir í dramhsemi sinni: „Hann hegnir eigi! Guö erekki til“ —- svo hugsar hann í öllu." (Sálmur 10:4). Líf af tilviljun? Nei, líf þarf skapara! Carl Sagan, kynnir sjónvarpsþátt- anna Alheimurinn segir: „Efnis- heimurinn er allt það sem var, er og verður." Enginn skapari! Hvernig varð lífið til? Guðlausi þróunarsinn- inn segir að ef við bíðum nógu lengi þá myndist á jörðinni, fyrir hreina tilviljun, einfrumungar úr dauðu efnunum sem voru þar í fyrndinni. Síðan þróuðust þessi frumdýr í æðri lífverur. í einföldum einfrumungi hefurátt sér stað geysileg niðurröðun sam- einda á svipaðan hátt og bókstafirnir á þessari síðu hafa verið valdir og þeim síðan raðað upp. Þessi niður- röðun sameinda geymir upplýsingar og þessari niðurröðun má raska mjög lítið ef einfrumungurinn á að geta lifað. Það má með öðru lögmáli hitaaflsfræðinnar sýna fram á, að það er ómögulegt að þetta einfalda frumdýr hafi orðið til af tilviljun, einhvers staðar í alheiminum síðan menn álíta að heimurinn hafi orðið til. Enskur stjarnfræðingur og stærð- fræðingur Sir Fred Hoyle trúði á guðlausa þróun. Hoyle og samstarfs- menn hans áætluðu líkurnar á því að

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.