Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 11
— Aðkvöldi 22. janúarvorum
v>ð Jóna að horfa á sjónvarpið.
Það var mikill titringur á mynd-
>nni þetta kvöld. Okkur fannst
þetta mundi vera eitthvað í sam-
bandi við rafmagnið, — að tækið
væri bara ekki nógu gott. Við
fórum að sofa svona um ellefu-
leytið.
Um klukkan tvö eftir miðnætti
vorum við vakin með miklu
banki. Ég fór niður. Þar var þá
ungur piltur, sem ég ekki þekkti,
hann var óðamála og flýtti sér
mikið. Hann sagði við mig: Þið
skulið klæða ykkur og gera ykkur
tilbúin að fara af eyjunni, því það
eru komnir upp jarðeldar austur
á eyju.
Ég sagði við hann: Þú mátt nú
ekki vera að gera að gamni þínu,
vinur minn.
Bara líttu út, þá sérðu hvort
þetta er gamanmál, svaraði hann.
Ég fer fyrst í norðurgluggann
heima og þá sé ég að Heima-
klettur og Yztiklettur eru upp-
lýstir af eldum. Það minnti mig á
þegar Hraðfrystistöð Vest-
mannaeyja brann 7. janúar 1950.
Svo fór ég í suðurgluggann og sá
þar Helgafell uppljómað af eld-
um.
Jóna konan mín fór strax að
taka sig til, hún var ekki beint
anægð með mig. Henni fannst ég
taka þessu með alltof heimspeki-
legri ró, hér mundi um alvörumál
að ræða.
Ég klæddist og fór til Salóme
systur minnar og pabba, sem bjó
hjá henni. Hann varð níræður
þennan dag, var fæddur 1.
þriðjudag í Þorra 1883. Þegar ég
hom uppeftir voru þau komin á
faetur. Svo kom Friðrik Ás-
mundsson á bíl austan úr
Grænuhlíð.
Pabbi segir svona: Ég trúi ekki
að þetta séu jarðeldar. Þetta er
bara húsbruni. Friðrik svarar:
Við skulum koma Gísli og ganga
úr skugga um hvort þetta eru
jarðeldar, eða hvort bara er
kviknað í einhverju fjósinu þarna
austur á kirkjubæ, eins og þú
heldur.
Já, pabbi hélt hann væri til í
það.
Við fórum austur á Eyju, eins
og leið lá. Þegar við komum að
Vilborgarstöðum mætum við
kúahópnum hans Þorbjarnar á
Kirkjubæ, var verið að reka
kýmar niður í Hraðfrystistöð þar
sem þeim var lógað.
Friðrik segir: Jæja Gisli, það er
nú gott að líta aðeins út.
Þegar við stigum út, þá bara
rigndi yfirokkurglóandi ösku. Þá
sagði pabbi gamli, eins og hann
kvað að: Ef mér hefði dottið
þetta í hug, þá hefði ég aldrei sest
að á þessari eyju.
En þá var hann búinn að vera í
Eyjum yfir sjötíu ár, því hann var
fyrst á vetrarvertíð 1902.
Svo snerum við við og í baka-
leiðinni sáum við hvar verið var
að bera út sjúklingana úr sjúkra-
húsinu. Þá voru Bandaríkjamenn
komnir með flugvélarnar. Svo
það var auðséð að hverju fór.
Ég fann að það var ekkert
annað að gera, en undirbúa sig,
eins og Jóna vildi. Þegar ég kom
aftur heim var hún tilbúin. Mér
fannst nú ekkert liggja á.
Um sex eða hálfsjö um morg-
uninn kemur Þorsteinn Sigurðs-
son á Blátindi, æskuvinur minn
og kunningi. Hann er með bíl og
segir: Það er ekkert annað að
gera Óskar, við verðum öll að
fara.
Fólkið var ákaflega stillt. Það
voru allir hljóðir, enginn sagði
neitt.
Þegar við komum upp á flug-
völl var að fyllast ein vélin og við
fórum í hana. Þegar flugvélin
flaug austur, sat ég vinstra megin.
Þá sá ég eldlínuna, sem var eftir
allri austureyjunni, alveg stranda
á milli. Þetta er eiginlega sú
mynd, sem ég man sérstaklega
eftir. Ég var svo undrandi. Þetta
var svo óvænt fyrir mig, að þetta
gæti átt sér stað. Mér var sagt að
þessi gígaröð hefði verið 1800
metra löng.
í Reykjavík var allt eins og
undirbúið að taka við okkur.
Synir okkar Jónu bjuggu þar í
leiguíbúð og við fluttum inn til
þeirra.
Fljótlega fór ég út í Eyjar aftur
og ætlaði að hjálpa til, en ég hafði
bara ekki þrek í fætinum til að
ganga í gjallinu. Þess í stað tók ég
allt kjöt, sem við áttum frosið, og
saltaði það niður, því ég átti eins
von á að rafmagnið færi. Og ég
bjó betur um kartöflur, sem við
áttum mikið af. Svo fór ég að elda
og það var aðallega saltkjöt og
soðkökur, rófur og kartöflur.
Margir komu til mín, bæði í gist-
ingu og mat. Ég gerði alltaf
borðbæn við matarborðið. Hún
leiddi til þess að allir töluðu um
Drottin á einhvern hát't.
Friðrik Ásmundsson skipstjóri
og skólastjóri, sem ég hef minnst
á, gisti hjá mér. Hann átti hús
austur í Grænuhlíð. Svo var það
eina nóttina að það gerði ákaf-
lega mikla austanátt. Menn áttu
alltaf von á henni og var það
skiljanlegt, því reiknað var með
endalausri austanátt á þessum
árstíma. Það.hafði verið svo lengi
sem skýrslur og elstu menn
mundu. Það var hin raunveru-
lega veðurreynd.
Umrædda nótt koma þeir um
tvöleytið Friðrik og Garðar Sig-
urðsson alþingismaður. Þá var
búinn að vera stöðugur strabmur
af fólki allt kvöldið. Ég eldaði
bara nóg af kjöti og nóg af soð-
kökum, enda var það matur, sem
stóð undir.