Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 9
^nglingar geta oft verið mjög svo
ráðvilltir með hvað gera skuli. Og
menn leiðast út í alls kyns hluli,
sem ekki voru áformaðir í upp-
hafi. Oft er svo erfitt að snúa við.
Það er eins og allt sé komið í
sjálfheldu.
Sálfræðingar, þeir er rannsaka
hegðun mannsins, halda því
sumir fram að maðurinn sé ekk-
ert annað en flókið samband, eða
samsetning ósjálfráðra við-
Þragða. Maðurinn er settur á
svipað plan og dýrin og skepn-
urnar. Stundum hefur maður það
a tilfinningunni að litið sé á hann
sem hálfgert vélmenni, þá kemur
spurningin hver stjórnar athöfn-
um hans og gjörðum. Eða eru
ullar okkar gjörðir og athafnir
aðeins eitthvað ákveðið lært
ferli?
Biblían segir að við erum
sköpuð í Guðs mynd. „Guðsagði:
EeV viljum gjöra manninn eftir
vorri mynd, líkan oss, og hann skal
drottna yfir fiskum sjávarins og
yfir fuglum loftsins og yfir fénað-
Mum og yfir viUidýrunum og yfir
öllum skriðkvikindum, sem skríða
a jörðinni; Guð skapaði manninn
efiir sinni mynd, hann skapaði
iiann eftir Guðs mynd. “H
Við lesum þetta einnig í Nýja
Testamentinu, þar sem sagt er að
maðurinn sé ímynd og vegsemd
Guðs.2) Og líka að maðurinn sé
skapaður í líkingu Guðs.3> En
hvað á Biblían við er hún segir að
maðurinn sé skapaður í Guðs
mynd? Er Guð grannur eða
^'gur, hár eða lár, hvítur eða
svartur? Nei þetta gefur ekki til-
Sam Danfel Glad lauk
námi frá Biblíuskólan-
um IBTI, í Englandi,
árið 1974. Hann er nú
aöstoðarforstöðumað-
ur Fíladelfíusafnaðar-
ins í Reykjavík.
efni til neinna slíkra spuminga.
Margir hafa þó viljað líta á Guð
sem líkan sér og með sama litar-
hætti og hefur það allt of oft
skapað kynþáttahatur og deilur.
Menn hafa þá viljað líta á þá sem
bera annan litarhátt sem óæðri
verur. En Biblían er hreint og
beint ekki að fjalla um líkamlega
samlíkingu, við sjáum að slíkt
kemur alls ekki til greina. En
Biblían segir að Guð sé andi.4>
Og þarna er m.a. samlíkinguna
að finna. Því við erum meira en
bara hold og bein. Við höfum að
geyma okkur „innri mann." Við
höfum sál og anda.
Nú kynnu einhverjir að spyrja,
af hverju kemur togstreita, af
hverju koma vandamál, erfið-
leikar, deilur, styrjaldir og þess
háttar? Maðurinn er skapaður í
Guðs mynd og þetta eru jú ekki
eiginleikar Guðs. Við sjáum að
eitthvað hefur átt sér stað eitt-
hvað hefur skeð. Biblían neitar
því ekki að til eru viss lífsmynstur
sem byggja á vissum skilyrðum
og með endurtekningu myndist
viss ósjálfráð hegðun. Slík
hegðun getur skapað forherð-
ingu, sem Biblían varar við.5>
Menn eru þá orðnir þrælar sinna
gjörða. En hvað hefur komið
þessu af stað? Viðverðumað fara
aftur til upphafsins. Maðurinn er
skapaður af Guði í Guðs mynd.
Og maðurinn eins og endurvarp-
aði fegurð og vegsemd Guðs. En
manninum var það ekki nóg að
vera í Guðs mynd, hann vildi
verða Guð. Þessa frásögn lesum
við í upphafi Biblíunnar. Guð
sagði við manninn: „Af öllum
trjám í aldingarðinum máttu eta
eftir vild, en af skilningstrénu góðs
og ills mátt þú ekki eta.6>
Djöfullinn kom til Evu og freist-
aði hennar og reyndi að láta hana
efast um það sem Guð hafði sagt
og sagði meðal annars“ . . og þið
munuð verða eins og Guð. “7> Það
varð til þess að hún át af þessum
ávexti ásamt manni sínum. Þau
syndguðu gegn Guði. Síðan hef-
ur komið skuggi á þessa Guðs
mynd í manninum og hún hefur
myrkvast. Það varð aðskilnaður
milli Guðs og manns. Maðurinn
var skapaður sem félagsvera og
skyldi hann meðal annars hafa
samfélag við Guð, þetta samfélag
rofnaði nú. Og maðurinn situr
uppi með tómarúm i lífi sínu og
það er mikið sem vantar þegar
samfélagið við Guð er ekki til
staðar.
Maðurinn hefur síðan reynt að
bæta hag sinn og leitar að sínu
upphafi. En allt of oft vill
maðurinn mæta þessari þörf
sinni með allt öðru en að koma til
skapara síns. Og maðurinn hygg-
ur að hann geti farið sínar eigin
götur, en Biblían segir: „Margur
vegurinn virðist greiðfœr, en endar
þó á helslóðum.
Það er aðeins einn sem getur
endurskapað okkur og gert okkur
að nýjum einstaklingum, það er
sá sem skóp okkur í upphafi.
Hann sendi okkur Son sinn sem
er ímynd Guðs.9' Hann dó fyrir
misgjörðir vorar og syndir. Þess
vegna skulum við „hœtta hinni
fyrri hreytni og afklœðast hinum
gamla manni, sem er spilltur af
tœlandi girndum, en endurnýjast í
anda og hugsun og íklœðast hin-
um nýja manni, sem skapaður er
eftir Guði í réttlœti og heilagleika
sannleikans.“,0> Þegar við kom-
um til Hans þá mætir hann þörf-
um vorum og þá finnum við það
sem vantaði til þess að við gætum
eignast lífshamingju, samfélag
við Jesúm Krist.
SDG
Heimildir:
1) 1. Mós. 1:26—27 2) 1. Kor. 11:7 3)
Jakob 3:9 4) Jóh. 4:24 5) Hebreabr.
3:13 6) 1. Mós. 2:16-17 7) 1. Mós. 3:5
8) Orðskv. 14:12 9) 2. Kor. 4:4 10) Ef.
4:22-24