Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 10
Viðtal við Óskar Magnús Gíslason Guðni Einarsson skráði Undarlegur dagur var kominn að kveldi. Ég og margir aðrir höfðumfengið að reyna eins konar ^brotabrot heimsendis, íbúðarhús brunnu og œvistarf fjölda fólks grófst í gja II og ösku. Við fórum á milli húsa á vörubíl og bárum bú- slóðir og persónulega muni ókunnugs fólks. Það virtist hálf fánýtt að vera að bjarga þessu dóti. Ég gisti í húsi Óskars M. Gíslasonar á Faxastíg 2b. Hann var búinn að ganga frá í eldhúsinu og kominn háttatími. Hœgum skrefum gekk Óskar út og stakk við í hverju spori. Fyrir framan húsið sitt tók hann sér 0 stöðu gegnt gjósandi eldfjallinu og lyfti höndum til himins. Hann fór að biðja. Við drynjandi undirleik gigsins bað hann Eyjunni sinni griða og fólkinu verndar Drottins. Hann bað gegn eyðileggingunni og eldinum. Þar sem ég sá dökka mynd hans bera við ólgandi eldsúluna, fannst mér ég standa á helgri jörð. Þetta var enginn leikur, engin tilgerð. Þetta var enn eitt skref á göngu hans með Guði. Þarna var Guðsmaður, sem bar samferðafólk sitt fyrir brjósti og bað þvi náðar. Þannig hafa margir kynnst Óskari Magnúsi Gíslasyni, manni sem hefur fetað sinn œviveg i öruggu trúartrausti til Guðs. í þessu viðtali rifjar Óskar upp nokkrar minningar frá gosárinu 1973. Fólkið fékk bænasvar

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.