Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 17
w Tí«>ni vindáUa (%) StórhöfSi í Vcstmannaeyjuvi 1973 Meðaltal 1995—1971 Vindáttir 23.-31. jan. febr. marz apríl Vindáttir jan. febr. marz apríl N-ANA M is 8 17 N-ANA 22 19 20 12 A n 5 2 3 A 20 20 14 1 iv ASA-SSA 31 23 21 9 ASA-SSA 18 20 19 26 S-VSV 20 28 47 25 S-VSV 12 24 22 1 22 V-NNV 28 25 22 44 V-NNV 1G 10 24 | 22 Lofcn 1 1 0 2 Log-n 3 1 1 1 1 Hoild 100% 100% 100% 100% Ileilít 100% 100% 100% 100% Helztu niðurstö'öur af athugunum þessum og samanburði eru: !. Hrein A-átt hefur vcrið mjög fátið miðað við meðaltal. 2. ASA-SA- og SSA-áttir, scm munu vera óhagstæðustu áttirnar með tilliti til öskufalls, hafa vcrið lieldur tíðari en venjulega, nema í apríl. Þá voru þær fátíðar. 3. Allar vestlægar áttir hafa verið óvenjutíðar. vel að orði er hann segir í sálmi 127:1 „Ef Drottinn verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýt- is.“ Þrátt fyrir alla tækni, jarð- skjálftamæla og annan útbúnað er menn höfðu, sáust þessi um- brot ekki fyrir - en Drottinn verndaði byggð og menn. Það er skemmst frá að segja, að veðrið tók stórkostlegum stakka- skiptum frá því sem vanalegt er. Austan áttin, sem áður var hvað tíðust, minnkaði verulega að umfangi og féll úr allt að 29% niður í 6% og hélst svo út apríl- mánuð að vindur af austri var óvenju fátíður. Suðlægar og vestlægar vindáttir settu svip sinn ú þetta tímabil og keyrði langt fram úr meðaltölum áranna 1965-1971 fyrir tíðni vindátt- anna og óveðrin komu sjaldnar °g vöruðu skemur. Engin vís- mdaleg útskýring hefur komið fram mér vitanlega, varðandi þessa veðurbreytingu. Afleiðing þessa veðurfars og á ég hér við vindáttir, var sú að öskufall í bænum sjálfum var hverfandi lítið miðað við allar aðstæður. Með réttu og sam- kvæmt eðlilegu veðurfari hefði meginhluti húsa átt að grafast undir öskulagi af þvílíku umfangi er sligað hefði all flest hús eða brotið niður. Ennfremur má telja það víst að höfnin, lífæð Vest- mannaeyja, hefði fyllst af ösku. Má það vera hverjum manni ljóst að búseta hefði engin orðið í Eyjum hefði slíkt gengið eftir. Þess í stað var öskufalli þannig háttað að nam nokkrum senti- metrum vestast í bænum og austast í bænum grófust hús upp að Upsum. Hvergi varð öskulag- ið það þykkt að ekki væri hægt að hreinsa það burt með þeim tækj- um er fyrir hendi voru. í kirkju- garðinum, þar sem einna erfið- ast var að koma fyrir vélum, náði öskuþykktin 2 metrum. Á boga- dregnu sáluhliði hans er þessi yfirskrift: „Ég lifi og þér munuð lifa“ (Jóh. 14:19). Þessi orð hugguðu margan manninn á erfiðri stund. Þegar allt virtist vonlaust - gáfu þau von, ekki aðeins upp á komandi daga og nýtt mannlíf á Heimaey, heldur von sem nær langt út fyrir gröf og dauða, alla leið til himins Guðs. Við höfum séð og reynt máttarverk Drottins ekki aðeins í náttúrunni með stillingu vind- anna, heldur einnig í sál og sinni fyrir blóð Jesú Krists. Þessi frels- un er ekki einum eða fáum gefin, heldur hverjum þeim sem vill gera köllun sína og útvalningu vissa. „Því svo elskaði Guð heim- inn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilift líf“ (Jóh. 3:16). Þetta er máttarverk allra máttarverka! Heimildir: 1. Biblían. 2. Tillaga að uppgræðslu Heimaeyjar: Höf. Gísli Óskarsson. 3. Eldgosið á Heimaey: Höf. Þorleifur Einarsson. 4. Vestmannaeyjar byggð og eldgos: Höf. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Veðurkort: Markús Einarsson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.