Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 12
Þeir Friðrik og Garðar setjast
til borðs og ég er að stjana við
matinn. Svo segi ég: Garðar
minn, í þessu húsi hefur alltaf
verið viðhöfð borðbæn og við
breytum ekki þeim sið, þótt hér
sé alþingismaður og stórlax.
Þá svarar Garðar: Nú er ég
enginn stórlax.
Svo bað ég Drottin að blessa
borðhaldið og gestina og fólk-
ið, sem hafði tvístrast. Þeir
tóku vel til matar síns. Eftir mat-
inn standa þeir upp og Garðar
segir við mig: „Óskar, mikið
þakka ég þér nú vel fyrir hvernig
þú tókst á móti mér. Því ég bjóst
ekki við að fá uppörvun, — svona
frá þér. Hingað kom ég algjörlega
niðurbrotinn maður á líkama og
sál.
í byrjun marsmánaðar var ég
aftur í Eyjum. Þá var orðið vart
gassins í miðbænum og ekki
mátti sofa þar á næturna. Menn
óttuðust að gasið ryddist víðar.
Mötuneyti var komið í Gagn-
fræðaskólanum. Einu sinni var
ég að koma þaðan úr mat og varð
samferða Sighvati Bjarnasyni í
Ási, skipstjóra og framkvæmda-
stjóra Vinnslustöðvarinnar. Þeg-
ar við göngum niður að Landa-
kirkju segir Sighvatur við mig:
„Óskar, það var mikið beðið
nóttina 23. janúar. Það var ein
stór bænasamkoma.“
Hann vissi það að ég hafði
stundað bænasamkomurnar í
gegnum árin.
Það vita allir að fólkið fékk
bænasvar, svarið var miskunn
Guðs. Það hjálpaði að flotinn var
í höfn og fólkið gat bara gengið
beint um borð.
Fyrst þegar ég varð gassins var,
eða þess sem kallað var „móða“
þá var ég á gangi í Bárugötu og
var einn. Það voru komnar traðir
og hraukarnir miklir af gjallösku
þarna sitt hvoru megin. Þá geng
ég allt í einu inn í ský, ég sá það
ekki, en ég varð sannarlega var
við það og vissi undir eins hvað
þetta var. Ég gat ekki náð and-
anum og hugsun mín var bara að
komast upp á gjallhaugana, sem
ég og komst. Óg þegar ég var
kominn þarna upp svolítið mæð-
inn, ég gerði eins og ég gat, þá
komst höfuðið upp úr skýinu í
hreint loft. Þá var skýið svona um
mjaðmir mér. Ég beygði mig
niður hvað eftir annað og það var
auðfundið að þetta var alvarlegt,
ef þetta væri nógu mikið, þá var
bara ekkert nema dauðinn. Þá
fyrst skildi ég hvað fólst í
„Móðuharðindi.“ Það voru
skepnurnar, sem dóu í Móðu-
harðindum og það voru jurtirnar,
sem skepnurnar áttu að lifa af-
Þetta dó allt saman og svo féll
fólkið á eftir.
Seint í mars varð mikil framrás
hraunsins og mörg hús fóru
undir. Þá sprakk „Flakkarinn1