Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 26
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDARf Af þeim tíu sunnudagaskólum, sem hraðast uxu í Bandaríkjunum, á síðasta ári, tilheyra sjö Hvítasunnukirkjum. Þetta kemur fram í árlegri könnun tímaritsins „Moody Monthly". f meira en 20 fylkjum í Bandaríkjunum og tveim sýslum í Kan- ada, voru það sunnudagaskólar Hvíta- sunnumanna, sem hraðast uxu. IPPA 183 Hin Postullega Hvítasunnukirkja Guðs, í Rúmeníu. minntist 60ára afmælis síns með sérstakri samkomu er haldin var í Búkarest 31. október sl. Á liðnum sex áratugum hefur þessi eina Hvítasunnu- hreyfing Rúmeníu vaxið úr einum söfn- uði mcð átta meðlimum, upp í 800 söfn- uði meðyfir 170.000 meðlimi. Eftir að kommúnistar komust til valda í Rúmeníu 1946, var Postullega Hvíta- sunnukirkjan sú fyrsta sem hlaut opin- bera viðurkenningu stjómvalda. f dag mega söfnuðirnir aðeins hafa samkomur á fyrirfram ákveðnum tímum, það er frá 9—12 á sunnudagsmorgnum, 6—8 á sunnudagskvöldum og 6—8 á fimmtu- dagskvöldum. Eini guðfræðiskóli Hvítasunnumanna i landinu var opnaður í Búkarest 1976. f skólanum fá verðandi forstöðumenn nauðsynlega fræðslu og kemur hún að góðum notum í starfi, sami forstöðumað- ur verður tíðum að gegna mörgum söfn- uðum. IPPA 183 Yfirsaksóknari Indónesíu hefur bann- að 19 kristilegar bækur og leggur þessi ákvörðun umtalsverðarhömlurá trúfrelsi í landinu. Hinir kristnu, sem telja 156 milljónir. hafa sent beiðni um að banninu verði aflétt. CAW 283 50.000 Svisslendingar hafa undirritað bænaskrá um að „meira verði um Guðs Orð í útvarpi og sjónvarpi". Það voru mótmælendur, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnuninni og vonast þeir til að hún valdi brcytingum á dagskrá svissneska ríkisútvarpsins. Hliðstæð undirskrifta- söfnun í Vestur-Þýskalandi aflaði 11.000 undirskrifta á skömmum tíma. CAW 283 Múhameðstrúarmenn vænta aukins áhuga meðal Evrópumanna á Islam næstu árin. Þeir vænta þessað innan fárra ára muni þeir vera fjölmennastir allra trúarbragða, hvort heldur miðað er við Kristna trú eða aðrar. f dag telja Mú- hameðstrúarmenn 750 milljónir manna, Kristin trú 1,4 milljarða, Hindúar 583 milljónir, Búddatrú 274 milljónir og ása- trú í kringum hundrað! CAW 283 Fangar í Ghana, Afríku, njóta nú kristinna kvikmynda í ríkum mæli. Þakka má fyrrum fanga, sem gerðist kristinn í fangelsi. Nú hafa 267 snúist til Krists til viðbótar. Fimm fangaverðir og 10 póli- tískir fangar tóku við Kristi eftir að hafa setið á Biblíunámskeiði, sem haldið var í framhaldi af kvikmyndasýningunum. Þaðer Sudan Interior Mission, sem styður við bakið á þessu starfi. CAW 283 Finnsk dagblöð viðhöfðu þau ummæli um nýafstaðna samkomuherferð Luis Palau að hún væri „eindregnasta kristi- lega átakið i gjörvallri sögu Helsinki". Talið er að innan við einn hundraðasti borgarbúa sæki kirkju að staðaldri, og í herferðinni gáfust meira en 1.400 til fylgdar við Krist. Þetta er í fyrsta skipti frá siðaskiptum fyrir um 400 árum að kirkjur vinna að sameiginlegri herferð. CAW 283 Dagblað alþýðunnar, sem er kínverskt dagblað, kvartar yfir því að margir Kín- verjar sýni Marxismanum opinbert skeytingarleysi. Einnig er því slegið upp að flokksmenn Kommúnistaflokksins í dreifbýlinu séu að snúastfrá Marxisma til Kristinnar trúar. CAW 283 Frá Sameinuðu Biblíufélögunum í London berast þær fréttir að líkast til sé ekki afkastameiri Biblíuverslun að finna á jarðríki, en þá í Varsjá, Póllandi. Árið 1982 voru prentaðar 440.000 Ritningar á pólsku. CAW 183 Leiðtogum „himila-kirkna" i Shang- hai, Honan og fleiri kínverskum fylkjum, hefur verið sagt að hætta öllu samkomu- haldi i heimahúsum. Yfirvöld hafa lýst þær samkomur ólöglegar, sem haldnar eru utan opinberlega viðurkenndra sam- komustaða. Hinir kristnu koma áfram saman, þó aðeins tveir og þrír og án þess að hafa Biblíuna með sér. Ef til þeirra næst með kristilegt lesmál kann það að vera notað sem sönnunargagn fyrir dóm- stólum. CAW 183 Breskur fræðimaður uppgötvaði nýlega að blað, sem vafið var utan um gamlar landalýsingar, reyndist vera ómetanleg blaðsíða úr enskri Biblíu frá áttunda öld. Blaðsíðan, sem fannst í húsi í Dorset, er úr svonefndri Ceolfrid Biblíu frá árinu 713, og telst síðan til sjaldgæfustu og fomustu minja á enskri tungu. CAW 183 í vikulangri heimsókn til Tékkósló- vakíu (15.—25. okt.) talaði Billy Graham fyrir yfirfullum kirkjum í þrem stærstu borgum landsins. Einnig ávarpaði hann Samkirkjuráðið (í því sitja fulltrúar níu kirkjudeilda með um niu milljónir með- lima). Við þá sagði Graham: „Tími þeirra kirkna, sem hafa mikið stjórnmálalegt vald, er liðinn í mörgum löndum. í nú- tímaþjóðfélagi veraldarhyggjunnar skipta kirkjur því aðeins máli, að þæreinbeiti sér að boðun fagnaðarerindisins og þjóni þörfum fólksins í nafni Krists." CAW 183 Mánuði eftir að embættismenn tveggja rúmanskra borga höfðu tilkynnt sóknar- börnum aðkirkjur þeirra yrðu eyðilagðar, kom embættismaður til forstöðumanns annarrar kirkjunnar og sagði að hætt hefði verið við að rífa kirkjuna, „því þetta vekurof mikla athygli á Vesturlöndum“. CAW 183 Bréf og aðrir persónulegir munir, sem afghanskir skæurliðar hafa fundið á lík- um sovéskra hermanna í Afghanistan, sýna að umtalsverður hluti þeirra látnu voru kristnir eða múhameðstrúar. Meðal bréfanna er eitt, skrifað að Pétri Ivano- vich Dik til tveggja systra hans „með kærleika Drottins Jesú Krists'*. Hann bað þær að gleyma ekki að segja foreldrum þeirra að senda sér Nýja testamenti. Guðleysisáróður sovéskra yfirvalda yfir hermönnum Rauða hersins ber oft lítinn árangur og veldur það þeim áhyggjum. HV 183 Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa LP-stofnuninni að kaupa Venne- garnsvæðið, nálægt Sigtuna, fyrir 7 milljónir sænskra króna. Formleg ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.