Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 8
Myndi eitthvað af þessu gefa til kynna hver þú ert í raun og veru. Af hveiju skyldi þetta endi- lega vefjast fyrir svo mörgum? Eða það sem meira er, af hverju skyldu sumir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að finna sinn eigin vilja og vita hvað þeir eiga að gera? Menn lenda oft í baráttu við sjálfa sig út af þessu. T.d. heimilisfaðir á í erfiðleikum að gera það upp við sig hvort hann vilji helga sig málefnum fjöl- skyldunnar, vinnunnar eða ein- hvers áhugamáls. Móðir á kan- nski í erfiðleikum með hvort hún eigi að annast börn sín eða gefa sig að einhverju öðru. Oft verða mjög ólíkar skoðanir hjá foreldr- um gagnvart ýmsu, það endar oft með skilnaði og upplausn fjöl- skyldunnar og menn standa upp1 með enn flóknari erfiðleika. Þetta er sennilega spui sem getur vafist fyrir mörgui við reynum að svara henni margvíslegum hætti. Ef þú en i.u. spurður: „Hver ert þú?“ þá myndir þú sennilega segja til nafns og kannski ættar líka. En hvað segði það mér um þig, skapgerð þína, eiginleika, hegð- un þína og gjörðir, þ.e.a.s. hvernig þú ert. Þegar hinir fyrstu bandarísku geimfarar voru valdir, þá þurftu þeir að gangast undir alls kyns læknisfræðileg próf og rann- sóknir. Sálfræðingar og geð- læknar voru meðal annars kall- aðir til. Ein af þeim spurningum, sem fyrir þá voru lagðar, var á þessa leið. „Gefðu 20 svör við spurningunni: Hver er ég?“ Gætir þú svarað þessari spurn- ingu, eða hvernig mundir þú svara henni? Yrði það eitthvað á þessa leið. Ég er karlmaður, ég er kvenmaður, gamalmenni, ungl- ingur, verkamaður, skrifstofu- maður, skólanemi, sölumaður o.s.frv.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.