Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 15
„Þeir sem vona á Drottin... Frá örófi alda hefur fylgt 'Hannkyninu hæfileikinn til að 'eita vars. í Sköpunarsögunni •esum við um það hvernig Adani °g Eva reyndu að fela sig fyrir ^rottni innan um aldintrén. Nói leitaði vars í örkinni er honum voru kunn áform Drottins. Lot leitaði vars í annarri borg er Sódóma og Gómorra voru af- °iáðar af yfirborði jarðar. Jakob f*ýði frá Laban og leitaði skjóls í landi feðra sinna þar eð hann óttaðist um líf sitt. En ef við velt- um aðeins fyrir okkur ástæð- unum sem lágu að baki, þá sjáum v'ð fljótt að þær voru langt frá því að vera í samhljóman. Adam og Eva voru á flótta undan reiði Guðs. Þau höfðu etið af skilningstré góðs og ills og því órotið gegn Guði. Nói var maður réttlátur og gekk með Guði. Þar 'eitaði hann vars. Lot var einnig Giiði velþóknanlegur. Sökum réttlætis síns hélt hann velli. Guð hafði lagt skjólgarð um Jakob og Þv' gat Laban ekkert illt gjört honum. I öllum þessum tilfellum, að því fyrsta undanskildu, hafði Guð komið að máli við sitt fólk °g varnað því að dvelja þar sem því var hætta búin. í sömu til- fellum var orðum hans hlýtt og uPpskeran var eftir því. öraumsýn Ég tel mig hafa upplifað brot af því sem Adam og Eva upplifðu er náð Guðs var frá þeim tekin. Ég tel mig hafa upplifað brot af Þeirri angist og kvöl sem hlýtur að hafa gagntekið íbúa Sódómu og Gómorru er Drottinn lét rigna af himni ofan eldi og brenni- steini, sökum óguðlegrar breytni þeirra. Ég upplifði þessa neyð í draumi. Ég var staddur, að mér fannst, niður við sjó. Skyndilega er mér litið til himins. Ég sé flug- vél svífa yfir. Ég tek eftir því að hún flýgur mjög lágt og flug hennar er mjög óreglulegt. Það næsta sem ég sé er að hún tekur að hrapa til jarðar. Nú taka hlut- irnir að ske mjög hratt. Flugvélin skellur niður, að mér finnst, yfir Matthías Ægisson er blaðamaður við Aftur- cldingu og Bamablaðið og hefurgegnt því starfi frá 1. júní 1981. Hann er siglfirskur að upp- runa, en hefur búið í Rcykjavík síðastliðin þrjú ár. Laugaveginum og fylgir því mik- ill hvinur. Glerbrot þeytast í allar áttir. Ég heyri angistaróp og sé mér til mikillar skelfingar að eldur brýst út allsstaðar í kring- um mig. Ég tek á rás og í hyll- ingum sé ég þúsundir manna streyma fram, hrópandi í sárri angist. Ég er einn, viðskila við fjölskyldu mína og skynja að þetta er endir þessa lífs. Kristur var kominn eins og elding til að sækja sinn lýð. Þessi sára kvöl sem gagntók mig og sem ég get ekki með nokkrum orðum lýst, sannfærði mig um það að ég var ekki viðbúinn komu hans. Ég fann mig yfirgefinn og glataðan. Við það vakna ég. Hefjið augu yðar til himins Ég segi ekki frá þessum draumi til að hræða einn eða neinn. Ég lít fyrst og fremst á hann sem að- vörun til mín um að halda mér fast á þeim vegi sem ég hefi kosið mér. En e.t.v. er hann einnig áminning til þín, sem er ætlað að benda þér á að leita vars áður en stormurinn skellur á. Því að þeg- ar sú stund rennur upp, gefst ekki tóm til að leita vars. „Hefjið augu yðar til himins og lítið á jörðina hérneðra. Himinninn mun leysast sundur sem reykur og jörðin fyrn- ast sem fat og þeir, sem á henni húa, deyja sem mý. En mitt hjálp- rœði varir eilíflega, og minu rétt- lœtimun eigi linna. “(Jesaja, 51:6) Leita vars hjá Drottni Drotlinn er ætíð reiðubúinn að hkia að þeim er leita ásjár hans. Hann ereilíft skjól. Leita vars hjá honum en ekki undan honum, eins og svo margir í dag. Hann vill benda þér á og vernda þig gegn þeim hættum sem að þér steðja. Hann er þinn hlífiskjöld- ur. Davíð konungur segir: „ Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hœlis. “ Droltinn vill veita þér nýjan þrótt. Ef þú ert þreyttur, þá kom til hans, því að „þeir sem vona á Drottin,. . . ...fá nýjan kraft”

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.