Afturelding - 01.01.1983, Side 28

Afturelding - 01.01.1983, Side 28
Hvernig finnur þú Guð? Þau sjö skref sem á eftir fara, eru ætluð þeim, sem þra af öllu hjarta að taka á móti miskunn Guðs, hans, sem er sá eini er getur leyst hvern og einn frá slæmum venjum, frá valdi myrkursins og frá hinni komandi reiði. Til þeirra sem lesa þetta, vil ég gefa eftirfarandi upplýsingar: 1. Taktu þér tíma til þess að rannsaka þessa hluti. Farðu á ein- hvern rólegan stað, þar sem þú getur verið einn með Guði. 2. Þú skalt biðja einlæglega og biðja Guð um leiðsögn Heilagsanda, sem hann hefur lofað öllum sem leita hans. Guð vill gefa þér Heilagan anda, ef þú biður hann. 3. Af öllu hjarta, krjúpandi frammi fyrir Guði, skaltu taka eitt skref í einu. Far varlega og hverf ekki frá fyrsta skrefinu til annars, fyrr en þetta er fyllilega skilið. Breyttu á sama hátt hvað viðvíkur hinum skrefunum, sem á eftir koma, þar til hinu síðasta er náð. 4. Þegar þú hefur lesið þetta gaumgæfilega frá byrjun til enda, skaltu fara í gegnum þessi kennslu- atriði og fylgja þeim. 5. Ef þessari stefnu er fylgt, er ég viss um að engri syndugri manneskju mun bregðast miskunn Guðs og Frelsarans um fyrirgefningu synda. Fyrsta skrefið: Uppgötvun synda Synd er nokkuð sem er Guði van- þóknanlegt og syndari er sá sem gerir slíka hluti. Hvenær sem ég geri það sem mér er þóknanlegt og veit að það er rangt, drýgi ég synd. Ég veit að ég er syndari. Ég hefi syndgað gegn Guði, gegn náunganum og gegn minni eigin sál. Ég hefi syndgað í hugsanalífi mínu, tilfinningum, tals- máta og verkum. Ég hefi syndgað í þessum heimi, í starfi mínu, í unaðs- semdum. Ég hefi gert margt sem ég hefði átt að láta ógert, og ógert marga hluti, sem ég hefði átt aðgera. Égjáta það. Ég vil ekki reyna að hylja eða afsaka syndir mínar. Þær eru fleiri en ég get talið og þær hafa sært Guð og menn og vanheiðrað minn himneska föður og hina heilögu fórn Jesú frelsara míns. Ég hefi haft slæm áhrif á fjölskyldu mína og kunningja. Ég geri mér Ijóst að vanþóknun Guðs er yfir mér og ef ég dæi í syndum mín- um, mundi ég vera eilíflega aðskilinn frá Guði í glötunarstaðnum. Ó Drottinn, miskunna þú mér! Annað skrefið: Iðrun synda Ég sé að ég hefi ekki aðeins syndgað gegn Guði og valdið honum sársauka og ég sáriðrast þess sem ég hefi gert. Ég hata hina illu vegu mína og ég fyrirlít sjálfan mig fyrir að hafa gengið þá. Ég er hryggur vegna synda minna, ekki einungis vegna þess að þær verðskulda refsingu, heldur einnig vegna þess að ég hefi gert þærgegn hinum himneska föður núnum, sem hefur þrátt fyrir allt elskað mig og borið umhyggju fyrir mér. Hefði ég látið það ógert sem ég hefi gert, væri ég glaður, en ég get ekki breytt þessu. Þær syndir sem ég hefi drýgt, eru skrifaðir í bók Guðs. Hann veit og man þær allar. Engar bænir sem ég ber fram, engin tár, sem ég úthelli, ekkert af hinu illa sem ég hefi gert, fær breytt þessu. Eina von mín er fyrirgefandi náð í Jesú Kristi sem hefur sagt: „Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka“ (Jóh. 6:37). Þriðja skrefið: Játning synda Það er ekki einungis að mig iðri alls þess sem ég hefi illa breytt. Ég játa og viðurkenni syndir mínar frammi fyrir Guði. Ég get ekki af-

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.