Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 24
P.E.K. mót í Stuttgart P.E.K. mót eða Pentecostal European Conferance, (Evrópumót Hvítasunnumanna) eru haldin 3ja hvert ár. Þess á milli eru haldin þing eða mót þar sem eru samankomnir nefndarmenn, einn til þrír frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Á þessum þingum er fjallað um liðið mót og mótið framundan skipulagt, þ.e.a.s. dagskrá og ræðumenn. Einnig eru önnur mál rædd sem skipta Hvíta- sunnuhreyfinguna í Evrópu ein- hverju máli. Menn skiptast svo á fréttum og upplýsingum. Samkomur eru svo haldnar á kvöldin. Eitt slíkt mót var einmitt haldið hér í Reykja- vík í apríl á síðasta ári. En nú var það í Stuttgart, en þar verður næsta Evrópumót Hvítasunnumanna hald- ið sumarið 1984. Skemmst er frá því að segja að undirritaður fór í síðbúið sumarfrí skömmu fyrir jól. Var þá ákveðið að ég mundi einnig sækja þetta þing í Stuttgart, en það fór fram 17.—19. janúar. Flaug ég til Stuttgart laugar- daginn 15. janúar. Þegar þangað kom fékk ég mjög svo góðar mót- tökur. Þá helgi dvaldi ég hjá for- stöðumanni er hafði verið trúboði í Afríku um nokkurt skeið (hann hafði þekkt Pál heitinn Lútersson nokkuð vel). Talaði ég svo á morgunsam- komu kl. 9.30 á sunnudeginum og voru þar um 700 manns. Aftur var svo samkoma að kvöldi. Flestir nefndarmenn komu svo á mánudagsmorgun og var þetta eitt best sótta þing. sem verið hefur. Ánægjulegt varað hitta þá bræðurað nýju sem höfðu sótt mótið hingað til Reykjavíkur. Það kom i ljós að þeir höfðu allir verið mjög svo ánægðir með veru sína hér og báðu þeir allir innilega að heilsa og báðu fyrir kveðjur til þeirra er þeir höfðu dvalið hjá. Dagurinn fór svo áfram í það að menn skiptust á upplýsingum og fréttum. Á þriðjudagsmorgun hófst þingið r^—i Leben durch Wait undDeist PRNGST EUROPfl KONFERENZ '84 S-ai. STUTTGflRT BOBUNGEN

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.