Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 2
MfflMlgl Vitnisburðir Vitnisburðir Vitnisburðir Vitnisburðir k>0638 , Hjálmar Guðnason Hvað eru þínar ær Hjálmar Guðnason er tónlislarkennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja og skipstjóri áferðamanna- og trúboðs- bátnum BRA VO. Hann ereinnig söngstjóri Belelsafnaöarins í Veslmannaeyjum. Um daginn varég að kenna tveim ungum drengjum, sem eru nemendur mínir í tónlistar- skólanum. Þeir vita að ég elska Jesúm Krist, ég hef játað það fyrir þeim. Þennan umrædda dag höfðu þeir á hjarta sínu spurningu vegna kvikmyndarinnar ,,Jesúsfrá Nasaret", sem sýnd varnúna um páskana í sjónvarpinu. Spurningin snerist um það hvort Jesús hefði bölvað Pétri, þegar Pétur vildi átelja hann eftirað Drottinn hafði sagt lærisveinunum að Manns- sonurinn ætti margt að líða og síðan að vera deyddur, en rísa aftur upp frá dauðum á þriðja degi. Pétur sagði: „Guð náöiþig herra, þetta má alcJrei fyrir þig koma “. Jesús sneri sér við og mælti til Péturs: „ Vik frá mér Satan, þú ert mér til ásteytingar, þú hugsar ekki um það, sem Guðs er, heldur það, sem manna er. “ Ég leiðrétti drengina og sagði að Jesús hefði ekki verið að bölva Pétri, heldur hefði Djöfullinn notað Pétur til þess að freista Drottins og Drottinn rekið Satan frá sér, en ekki Pétur. Ég útlistaði fyrir þeim að Jesú Kristi hefði verið fórnfært til þess að friðþægja fyrir syndir mannanna og að það var fyrirætlan Guðs, sem reisti hann síðan upp frá dauðum á þriðja degi, til þess að hver sem trúi á Jesúm Krist sé frelsaður frá glötuninni og hafi eilíft líf. Eftir þetta sagði annar drengjanna: „Jesús er frelsari minn“. Ég svaraði: „Það er gott vinur, láttu engan plata þig til að afneita Jesú Kristi, heldur treystu Drottni alltaf.“ Þá gall hinn drengurinn við: „Jesús er líka frelsari minn“. Þessi drengur á kindur með pabba sínum og verður oft tíðrætt um þær. Þess vegna svaraði ég honum: „Þú ert bóndi og átt kindur. Til er gamalt orðatiltæki tengt búskap og það talar um hvað séu ær manns og kýr. Orðatiltækið merkir hvað eigi huga manns og hjarta. í tilfelli bóndans, þá er það búsmalinn sem á hug hans allan.“ Ég sagði við þá: „Jesús Kristurer mínar ær og kýr og ég hvet ykkur til að fela Drottni vegu ykkarog treysta honum af öllu hjarta.“ Lesandi góður, ég vil spyrja þig: Er Jesús Kristur þínar ær og kýr? Sé ekki svo vil ég gefa þér eftirfarandi ritningarstað: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir ogþjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur jjársjóðum á himni, þarsem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. “ Drottinn blessi þig.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.