Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 31
F. 4.7.1912 D. 26.3.1986 Kristján fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurbjargar Björnsdóttur og Gamalíels Jóns- sonar togarasjómanns og síðar verkamanns. Ólst Kristján upp hjá þeim í Reykjavík og Hafnar- firði, ásamt systkinum sínum Eygló og Lárusi Óskari. Áttu þau hálfsystur að móðurinni, Ingibjörgu að nafni. Þau hjón lögðu börnum sín- um gott vegamesti, sem grund- vallað var á Guðstrú og góðum siðum. Því vegamesti sleppti Kristján aldrei. Hann var afar velbyggður Kristján Júlíus Gamalíelsson Hafnarfirði maður, snar og knár. Vann hann til verðlauna í íþróttum og var í fremstu röð fimleikamanna um árabil. Kristján vareinn af stofn- endum Fimleikafélags Hafnar- Qarðar og formaður þess fyrstu fimm árin. Kristjáni var gefin afar hrein og falleg söngrödd. Hann söng bjartan tenór bæði í kvartett, með „Þröstum“ í Hafnarfirði, kór Fríkirkjunnar þar í bæ og árum saman í kór Fíladelfíu í Reykjavík. Hann gekk í Fíladelfíusöfnuð- inn 26. apríl 1958. Þar var hann lipur og traustur liðsmaður, er lagði sig heilan fram ásamt eig- inkonu sinni Gunnþóru Björns- dóttur. Þau gengu í hjónaband 26. september 1941 og stóð hjónaband þeirra því í nærri 45 ár. Það var gott að koma í heimili Kristjáns og Þóru, þar andaði allt af myndarskap og bænalíf og andlegt líf var í hávegum haft. Kristján var ávallt fulltrúi safnaðar síns í sambænum krist- inna safnaða í Hafnarfirði. Aðrir skipuðu það sæti ekki betur. Bænin var honum lífslind, inn- lifun og kraftur Guðs. Tómt sæti hans verður vandfyllt. Kristjáns er saknað og minn- ing hans blessuð. Gunnþóru eru sendar samúðarkveðjur í nafni Jesú Krists. Einar J. Gíslason. Til áskrifenda Nii cr hafin innhcimta árgjalda fyrir grciöa áskriftina mcö grciöslukorti. nokkrir innhciintumenn blaösins árið 1986. Árgjaldiö vcrður 650 krón- Þaö gcta þeir gert á afgrciðslu blaösins grciöslukortavclar. ur. Askrifendum gefst kostur á að í Hátúni 2, Reykjavík. Einnig liafa AFTURELDING Ég óska eftir að gerast áskrifandi að AFTURELDINGU Nafn 53. árgangur 1. tbl. 1986 Útgefandi: Fíladelfia-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J- Gislason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsam- legast tilkynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunnar. Árgjaldið er 650 krónur. Heimili Póstnr. Póststöð Fæðingad. Nafnnr.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.