Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 10
heimssjónvarp — biblíuleg tákn Alheimssjónvarp komast undan þessum her. Her- mennirnir hræðast ekki þótt skotið sé á þá, þeir fara inn um glugga borgarinnar sem þjófar. Þeir fullkomna verkið, sem þeim er ætlað, enda fer Guð fyrir þeim. Bendir eitthvað til þess að her- inn sé að verða til á okkar dög- um? Já, við stöndum á þröskuldi nýrra tækifæra til að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist hindrunarlaust. Herförin mikla verður farin með hjálp sjón- varpsgeislans, inn um „sjón- varps“glugga borganna. Hvem dag kemur fjöldi fólks í heim- sókn í sjónvarpsherbergi heimil- anna, börn og fullorðnir fylgjast með hverju orði og gjörð þessa fólks af áhuga. Skammt er þess að bíða að hermenn Krists komi og seðji andiegt hungur þjóð- anna á þennan hátt. Þjóðir heimsins eru á andlegri eyðimerkurgöngu og hungrar eftir friði, öryggi og framtíð. Þær hungrareftir andlegu manna. Manna þýðir himneskt brauð og öll þróun í fjölmiðlamálum sýnir að Guð er að undirbúa að senda manna, -fagnaðarerindið um Jesú Krist-, af himnum ofan yfir alla heimsbyggðina. Jesús er hið himneska brauð lífsins, sem einn megnar að seðja hungur þjóðanna. Hinir kristnu hafa það hlutaverk að taka þátt í út- deilingu himneska brauðsins. Það verður hlutverk hersins. Herinn verður deildaskiptur og hermennirnir úr hópi allra þeirra, sem frelsaðir eru fyrir blóð Jesú Krists, - úr hinum ýmsu kirkjudeildum. Þótt hern- um sé skipt í herflokka, er hann einn frammi fyrir Drottni og Drottinn fer fyrir honum og nöfn hermanna eru innrituð í Lífsinsbók. Nú er unnið markvisst að út- breiðslu fagnaðarerindisins í boðunarstarfi á ýmsum sviðum, í blöðum, bókum, útvarpi og stór verkefni eru hafin á sviði sjónvarps. Fjöldinn allur af kristilegum sjónvarpsstöðvum er starfræktur, einkum í Bandaríkj- unum og þeim fjölgar óðum í Evrópu. Markmið alls þessa starfs er að hlýða skipun Jesú Krists um að gera lærisveina af öllum þjóðum. Það er ljóst að samHiða sjón- varpstrúboði sem er fyrst og fremst sáning, verður að fylgjast að ákaflega öflugt uppskerustarf safnaðanna. Þeirra starf er ákaflega mannfrekt og viðamik- ið á allan hátt. Það er safnað- anna að taka á móti því fólki sem vill frelsast. Þeir verða að leiða það fyrstu skrefin, hlúa að því, fræða og uppbyggja. Það verður hlutverk þitt sem læri- sveins Jesú að biðja fyrir manni eða konu í neyð. Þú verður að geta bent á hvernig Guð mætti þér. Einnig að fræða um Guðs orð og leiðbeina nýjum trúsyst- kinum. Þarna koma heimakvöld og samfélagshópar að ákaflega miklu gagni. Hvernig á trúað fólk að undir- búa sig fyrir þessa þjónustu? Með því að ástunda bænir og biblíulestur, stunda samfélagið og brotningu brauðsins. Einnig að sækjast eftir krafti og skím Heilags anda. Heilagur andi er hjálparinn, sem Jesús sendi okk- ur til hjálpar, eftir að hann steig til himins. Það er blásið í herlúðra og her Krists kallaður til þjónustu. Ætl- ar þú að verða með? j í Opinberunarbók Jóhannesar er sagt frá engli, sem flýgur um miðhimininn. Þessi engill hélt á eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim, sem á jörðinni búa. Boðskapurinn er þessi: ,,Óttist Guð og gefið honum dýrð, þvi að komin er stund dóms hans og tilbiðjið hann, sem gjörl hefur himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna." Jesús sagði: „Þessi fagnaðar- boðskapur um ríkið mun pred- íkaður verða um alla heims- byggðina, lil vilnisburðar öllum þjóðum og þá mun endirinn koma. “ (Matteus 24:14). Það sem hér hefur verið fjallað um er kjarni þeirra atburða er einkenna endalok þessa tíma og endurkomu Jesú Krists. Menn kalla þessa tíma oft „hina síð- ustu og verstu" og það er rétt. Það er andlegt hungur hjá fólki, leitað er saðningar á skökkum stöðum og í sprungnum brunn- um, samt fæst ekki saðning. Hinn mikli undirbúningur, sem nú er unninn að því að út- breiða fagnaðarerindið í sjón- varpi, er tákn þess að endur- koma Jesú standi fyrir dyrum. Engillinn, sem Opinberunar- bókin talar um, er sendiboði (engill merkir sendiboði) og get- ur eins staðið fyrir gervihnatta- netið í miðhimninum - beint yfir miðbaug jarðarinnar. Nú þegar eru hlutar netsins notaðir til að miðla fagnaðarerindinu og skammt er þess að bíða að jörðin öll verði í sjónmáli sjónvarps- geislanna. Eftir skamma hríð verður hlutverki hersins lokið.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.