Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 24
mm r ■ Truin Trúin erfullvissa um þá hluti, sem menn vona og sannfœring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Hebreabréfið 11:1 Trúin er dásamleg gjöf frá Guði, því í henni hefur Hann opnað okkur leið til sín, öllum sem vilja taka á móti syni Hans, Jesú Kristi. Guð ætlar ekki að láta eilífðarvelferð okkar ráðast af takmörkuðum skilningi á andlegum efnum, þannig að við öðlumst eilíft líf þegar við skilj- um svo og svo mikið. Nei og aft- urnei! Hólpinn Afnáð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú. Efesusbréf 2:8 Hólpinn! — Hvílíkt orð, þegar hægt er að segja það í sannleika um einhverja sál. Það eru til menn, þúsundir manna, sem hafa staðið á ströndinni, fagnandi af gleði yfir því að vera komnir í land — utan frá ólgandi hafinu — yfir freyðandi brimið. Hólpnir í land! Og hvað er það hjá því að hafa verið dreginn upp úr „glöt- unargröfinni“ og hafa fengið fótfestu á kletti eilífðarinnar. Garðar Ragnarsson Hann hefur sagt að hver sem trúi á soninn skuli eignast eilíft líf. Jafnframt því er hann svo ör- látur að hann gefur öllum, sem vilja koma til hans, þessa trú. Við erum því án afsökunar. Trúin er nefnilega ófrávíkjanlegt skilyrði þess að við njótum vel- þóknunar Guðs í lífi okkar. Hún byggir ekki á tilfinningum, held- ur á eilífu, óbifanlegu Orði Guðs, og er óháð ytri kringum- stæðum og tilfinningum. Trúin sækir lífsuppsprettu sína og orku til þeirrar lindar, sem er sjálfur Drottinn Guð. Þess vegna grein- ir hún sig frá vantrú og efa, rétt Jóhann Pálsson Hólpinn! — Frá sekt og refs- ingu syndarinnar, frá kvölum vondrar samvisku, frá ákæru lögmálsins, frá dómi Guðs, frá gráti og gnístran tanna. Hólpinn! — Inn í föðurfaðm Guðs vegna Jesú. Hólpinn inn í land lifenda, til lífs í friði og gleði á jörðinni og til eilífrar sælu á himnum. Hólpinn! — Af náð eruð þér hólpnir! Nú þegar, hérá jörðu — fyrir náð Krists. Við hljótum því að lofa Guð — og rétta út hend- ina eftir hinum týndu. J.P eins og ljósið greinir sig frá myrkrinu. Það er ekkert óvisst eða reik- andi við trúna og hún er ekki heldur álit eða lauslega sam- tengdar hugmyndir um andlegar spurningar. Trúin er örugg sann- færing og fullkomin vissa, sem gefur hjarta okkar hvíld og styrk til að lifa Kristi og þjóna honum dag hvern. Trúin er líf. Einhver hefur sagt að „sálin sé líf líkamans og trúin er líf sálarinnar og Kristur er líf trúarinnar“. Trúin er kraft- ur. Jóhannes skrifar í bréfi sínu: „. . . trú vor, hún ersigurinn, hún hefur sigrað heiminn.", (I. Jó- hannesarbréf 5:4). Við megum aldrei taka trúna af grundvelli hennar í Orðinu og flytja hana yfir á svið reikulla til- finninga og blekkjandi hughrifa. Margir hafa beðið ósigur þess vegna og grátið beiskum tárum. Það kemst enginn til himins „á tilfinningunum“. Við eigum að líta upp til Jesú og vita að orð hans eru sönn. Hann gengur aldrei á bak orða sinna og lof- orða. Það hafa margir farið til glötunar „á tilfinningunum“. En það á enginn að glatast, sem trúir í sannleika á Jesú, því ekk- ert í tíma eða eilífð megnar að slíta okkur úr hendi hans. Jesús er sigurvegarinn og hann lifir um eilífð. Fögnum og gleðjumst í trúnni á hann. Þýtt ÓJ

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.