Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 27

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 27
Þegar Hvítasunnumenn hófu rekstur barnaheimilis að Korn- múla í Fljótshlíð 1972, og starfsemin verið kynnt í Aftur- eldingu, þá leið ekki á löngu fyrr en heimilið hafði eignast dugleg- an vin í Guðbjörgu Jónasdóttur. Lagði hún heimilinu og starf- seminni bar lið svo um munaði. Sendi hún stórar fjárhæðir einu sinni til tvisvar á hverju ári. Naut heimilið vinsemdar henn- ar til hinstu stundar svo og Skál- inn í Kirkjulækjarkoti. Vinsemdin styrktist gegnum bréfasamband og heimsóknir bæði að Sellandi og Syðri-Þverá. Ekki duldist neinum að þar fór helguð kona, sem neitaði sjálfri sér um jarðnesk gæði og þæg- indi, til þess að skerfur hennar yrði enn stærri og meiri til Guðs- ríkisins. Guðbjörg var góð heim að sækja og veitti af mikilli gest- risni. Bjó hún ein og hafði svolít- ið viðurværi af kindum, sem voru afurðagóðar og fallegar. Fögur minning Guðbjargar er blessuð og kveðjum við Hvíta- sunnumenn hana með orðunum í Opinberunarbókinni 14. kafla og 13. versi: „Scelir eru þeir, sem í Drottni deyja, þeir skulu fá hvild frá erfiði sínu, því verk þeirra fylgja þeim“. Afturelding blessar minningu Guðbjargar frá Sellandi. Eitt hennar hinstu verka var að senda rausnarlega gjöf til útgáfu blaðsins. Þar skaraði hún fram úr og á þó Afturelding marga góða vini. Einar J. Gíslason. Páll Júlíus Einarsson F. 29.7.1902 D. 25.3.1986 Páll fæddist í Hlíðarhúsum í Vestmannaeyjum og ólst upp í Eyjum og undir Eyjaljöllum. Hann var snemma bráðger, vel- byggður og hraustur maður. Þegar hann var sautján ára var hann ráðinn til starfa í fyrstu beinamjölsverksmiðju landsins, sem var í eigu Gísla J. Johnsen. Þar starfaði Páll í ellefu ár. Hann kvæntist Jónínu Páls- dóttur frá Kerlingadal í Mýrdal, 3. janúar 1925. Stóð heimili þeirra fyrst í Vestmannaeyjum og síðan í Reykjavík, þar til yFir lauk. Þau eignuðust sjö börn og lifðu fjögur þeirra föður sinn. Jónina andaðist 6. febrúar 1984. Reykjavík Páll var eftirsóttur starfsmað- ur. í aflahrotum stundaði hann tvö störf samtímis, tólf tíma vaktir í Gúanó og svo var staðið við flatningsborðið kvöld og næturlangt þar til hann fór á næstu vakt í verksmiðjunni. Páll sá vel fyrir heimili sínu og var alltaf veitandi. Ungur fór Páll að hugsa um lífið og tilveruna. Hann las Opinberunarbókina og fór síðan á samkomu í Betel. Þá var Nils Ramselius, fyrrum sóknarprest- ur í sænsku kirkjunni, forstöðu- maður í Betel. Páli fannst furðu- legt að Ramselius prédikaði yfir sömu textum úr Opinberunar- bókinni og hann hafði verið að lesa. Þetta leiddi til afturhvarfs Páls og Jónínu konu hans. Þau voru skírð niðurdýfingarskím á annan hvítasunnudag, 4. júní 1927. Skírnarbræður þeirra voru Halldór Magnússon frá Grund- arbrekku og Einar Þorsteinsson formaður. Allir þessir vinir voru trúirtil hinstu stundar. Með þessum linum vill Aftur- elding kveðja Pál Júlíus Einars- son og þakka honum framlag við Hvítasunnuhreyfinguna. Hann lagði sitt lóð á vogarskálarnar og var það þungt. Hann elskaði söfnuðinn og gat ekki hugsað sér annað andlegt heimili. Þar var sæti hans löngum skipað. Bænir hans hljómuðu og sem öldungur vildi hann styðja málstaðinn. Blessuð veri minning hans. Einar J. Gíslason

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.