Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 20
heimverunni og fengið nýtt krullað barnshár, eftir það sem ég missti við frumueitursgjöfina. Það var því ekki furða að þau nudduðu á sér augun, er þau sáu mig. Gömlu konurnar á mark- aðinum klöppuðu mér margar á bakið. Það er merki um kær- leika. Þeim hefði aldrei dottið í hug að klappa mér á kinnina. Samkvæmt þeirra siðum er höf- uðið það æðsta og helgasta á manninum og það er mjög nið- urlægjandi að snerta höfuð ann- ars manns. Og ekki má gleyma „börnun- um“ okkar hundrað og fjörutíu í starfstöðinni! Það var stórkost- legt að sjá hvernig börn sem höfðu komið til okkar mögur og vannærð, voru orðin heilbrigð og spræk og tilbúin að gangast undir próf í fyrsta bekk. Skóla- slitin voru haldin í skólastofunni og börnin höfðu prýtt hana með lifandi blómum og ávöxtum. Þau stóðu í röð, eins og perlur á bandi og sungu. Börnin vögguðu sér til hliðanna og lögðu litlu hendurnar sínar saman, færðu fingurgómana að enninu og hneigðu sig tignarlega. í fyrst- unni leið mér eins og risa innan um thailensku börnin og ungl- ingana. En ég átti eitthvað, sem þau töldu mér til mikilla kosta, ljósa húð og ljóst hár. Saman- borið við hár þeirra var ég ljó- shærð, eða rauðhærð eins og þau sögðu. Þegar þau vinna utandyra sýnist manni þau pakka líkam- anum inn í föt. Einkum á þetta við um stúlkurnar. Þær veija gjarnan stóru sjali um höfuðið, svo rétt sér í augun. Þær eru í langerma blússu og síðum sar- ong, kjól, ofan á öllu saman situr svo stráhattur með stórum börð- um. Þau vilja ekkert síður en að húðin dökkni meira en brýn þörf krefur. Það skiptir engu þótt þau þurfi að dúða sig svona í þrjátíu stiga hita. Það er ekki að furða þótt þeirn þyki vesturlandabúar óskiljanlega skrýtnir, þegar þeir leggjast í sólbað i bikini. 16. apríl 1983 Einn af hápunktum heim- sóknar minnar til Thailands var þegarég hitti söfnuðinn. Gamlir og góðir vinir glöddust yfir svari við öllum bænunum um heilsu mér til handa og að ég sneri aftur til þeirra. Nú var haldin áhrifarík þakkargjörðar- hátíð. Þeir sem nýlega höfðu bæst í hóp safnaðarmeðlima fögnuðu ásamt hinum grónari í söfnuðin- um. Einn þeirra hafði útbúið chilisósu og færði mér að fagn- aðargjöf. Hún var bragðsterk, en virkilega góð. Annar hafði samið söng. Hann las fyrir mig ritning- arorð og lék undir lagið „Hátt uppi á f]alli“ af segulbandi. Svo söng hann fyrir mig sönginn. Það er gott að Guð lítur ekki á ytri umgjörð tilbeiðslu okkar heldur á hjartað og hreinan til- gang þess. Ég saknaði Paa-Jee gömlu, hún hafði verið elst í söfnuðinum. Hún var 64 ára gömul, það er hár aldur í landi þar sem meðalaldur er 40 ár. Hún var dásamleg kona. Þegar ég varð veik kom hún í heim- sókn til mín og hafði með sér poka með jurtum, í öðrum poka hafði hún einskonar áburð úr hunangi og jurtum. Mér mundi batna af þessu, sagði hún. Þessi lyf hafði hún notað alla ævi gegn kvefi, magaverk, höfuðverk og öllum öðrum kvillum. Hingað til hafði þetta hjálpað henni, enda vitnaði hár aldurinn um kraft lyQanna. Nú ætlaði hún að hjálpa mér að losna við krabba- meinið. -Og svo bið ég Guð um að lofa þér að lifa, þangað til ungarnir þínir eru orðnir stórir, sagði hún og faðmaði mig. Nokkrum mánuðum áður en ég kom til baka, fékk Paa-Jee að flytja heim til Guðs. Nú þurfti hún ekki framar á kínverskum jurtalyQum að halda. En hvað ég saknaði hennar. Hún var nærri blind, en í hvert skipti sem við báðum saman heyrði ég blíðan málróm hennar. -Góði Guð, leyfðu mér að halda það mikilli sjón að ég geti lesið Orðið þitt. Enn geymi ég kínversku jurt- irnar hennar í plastpoka uppi í skáp. Þær eru til minningar um kæra gamla vinkonu. í Thailandi er eftirsóknarvert að vera gamall. Engin menntun kemur í stað lífsreynslu, það hef- ur austurlenska fólkið lært að skilja. Hinir öldruðu eru mikils metnir og börnin læra snemma að þegja og hlusta þegar einhver gamall tekur til máls. Þau læra einnig að virða aldurinn, án til- lits til þess hver hinn aldraði er. Það er ekki aðeins að þau gefi hinum öldruðu rúm. Þau skilja að þeirra er þörf. Það er ánægjulegt að sjá hvernig lífið getur gengið fyrir sig án kynslóðabils og átaka. Líf- ið gengur svo eðlilega fyrir sig. Ungi skógurinn nýtur góðs af gömlu trjánum, sem standa djúpum rótum, þegar stormur- inn blæs. Ég spyr mig hvort Guð hafi ekki notað sömu grundvall- arreglu á öllum sviðum, þegar hann skapaði heiminn. Lífið gengur sinn gang, bara að við séum ekki að fetta fingur út í það. Efnishyggja og ágirnd mannanna hefur eyðilagt svo óskaplega mikið. í hvert skipti sem ég kom heim frá Thailandi þótti mér jafn sláandi að heyra

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.