Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 21
kvörtunar- og óánægjuraddirnar. Kröfur án þess að nokkuð væri látið á móti. Hér var einfaldlega um rangt verðmætamat að ræða. Samkvæmt þessu verðmætamati teljast hinir öldruðu vera byrði á samfélaginu og börnin standa í vegi á framabrautinni. Mann- gildið sekkur í haf nautnalífsins. Hversu sjúk þarf menning Vest- urlanda að verða, til að okkur verði ljóst að öll höfum við eitthvað að gefa öðrum? Að við erum öll mikilvægir hlekkir í stórri keðju. Rétt áður en ég fór til Thai- lands héldum við hátíð í söfnuð- inum fyrir eldra fólkið. Það var svo ánægjulegt að sjá alla þessa gömlu vini. Kirkjan var fullsetin af eftirlaunafólki. Ja, ekki aðeins eftirlaunafólki, heldur sátu þeir sem önnuðust hátíðina á þrem fremstu bekkjunum. Við höfð- um bakað allar bestu kökurnar sem við kunnum, og okkur lang- aði svo að gamla fólkið fengi að linna að okkur þætti vænt um það. Við sungum og þau sungu. Við töluðum og þau töluðu. Þetta varð tveggja tíma samveru- stund og allir gáfu og þáðu. Ég veit ekki hverjum fannst þau auðgast meira. Ef til vill voru það við hin yngri. Konan, sem annaðist börnin okkar meðan ég nú var í Thai- landi, er 75 ára. Mér finnst ég hafi ekkert að óttast varðandi börnin. Hún hefur ef til vill ekki sömu krafta og ég til að þvo og skúra, en ég veit að hún gefur börnunum tíma og veitir þeim öryggi. Einmitt það sem þau þarfnast þegar við Lars erum bæði að heiman. Elsta dóttir okkar er í níunda bekk. I vetur var starfsvika, svo bún gæti kynnst atvinnulífinu. Hún gerði sér einhverjar hug- myndir um að leggja stund á hjúkrun, svo hún fékk að vinna á langlegudeild á sjúkrahúsi. Eftir tvo daga var hún uppgefin. Jú hún varð lasin og þurfti að vera heima, en ég hafði á tilfinning- unni að hún væri sjúkari á sál en líkama. Henni þykir vænt um gamalt fólk og það sem hún varð vitni að um meðhöndlun sjúkra gamalmenna gerði að hún gaf öll áform um hjúkrunarnám upp á bátinn. í haust fór hún svo í fjöl- brautarskóla og ætlar sér að verða kennari. Börnunum okkar þykir öllum vænt um gamalt fólk. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þau kynntust aldrei öfum sínum og ömmum. Er það ekki svo í líf- inu að maður kann ekki að meta það sem maður hefur átt fyrr en maður hefur misst það? 25. apríl 1983 Þau höfðu ekki efni á að vera í hjónabandi. Fyrir að skilja áskotnuðust þeim um fjörutíu þúsund krónur. Ég las þetta í dagblaðinu í morgun. En fáránlegt, hugsaði ég í fyrstu, en eftir að ég hafði lesið fréttina á enda skildi ég boðskap hennar. Hér var um það eitur að ræða, sem kallast efnishyggja og það versta var að þessi hræsni var framsett af dagblaðsins hálfu, sem hin besta lausn. En hvað um allt sem tap- aðist? Allt sem lenti í neikvæða dálkinum el’tir að hjúskapurinn leystist upp? Hin efnislegu gæði hafa sitt gildi, en þau eru ekki allt. 20. maí 1983 Þegar ég sat hér í fyrra hugsaði ég um hvort það yrði síðasta sumarið mitt. Ég var ekki bitur. Margir voru spyrjandi yfir því hvers vegna einmitt ég hefði fengið krabbamein. Ég spurði á móti hvers vegna mér ætti að vera hlíft, þegar svo margir aðrir fengju krabbamein. Mér fannst ég ekki vera í neinni sérstakri að- stöðu, sem hlífði mér. MARI LORNÉR TIL ÍSLANDS Höfundur framhaldssögunnar „Aftur til lífsins" er væntan- legur til íslands í júní. Mari Lornér mun tala á samkomum í Reykjavík og e.t.v. víðar. Nánari upplýsingar í síma 91-2 1111 og 91-2 07 35.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.