Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 26
Þórdís Jóhannesdóttir F. 14.10.1913 D. 15.11.1985 Þórdís Jóhannesdóttir leit dagsins ljós að Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, Eyjafirði. Þar sleit hún bamsskónum í stórum syst- kinahóp. Þegar Þórdís var ung að árum andaðist móðir hennar. Markaði það djúp spor í líf Ijöl- skyldunnar. Þá strax fékk Þórdís að nema alvöru lífsins og gerði sérgrein fyrir því að henni mætir maður ekki óstuddur. Þá er best að reiða sig á náð Guðs í Jesú Kristi. Þórdís giftist ung Óskari Þor- steinssyni bifreiðastjóra frá Vest- mannaeyjum. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu fljótlega til Vestmannaeyja og stóð heimili Vestmannaeyjum þeirra þar alla tíð síðan, að und- anteknu gosárinu. Eignuðust þau tvo syni, Viðar og Jóhannes, sem báðir eru rafvirkjar og bú- settir í Vestmannaeyjum. Þau hjón voru samhent. Óskar var um áratugaskeið bifreiðastjóri hjá Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja. Þurfti hann oft að leggja nótt við dag, þegar aflahrotur stóðu í Eyjum. í heimilinu átti hann skjól og vé. Þórdís var framúrskarandi húsmóðir og gætti stöðu sinnar með tign og sóma. í maímánuði 1945 tók Þórdís afstöðu með Betelsöfnuðinum í Vestmannaeyjum og var þar virk í rösk fjörutíu ár. Þórdís var ákaflega mikilvægur meðlimur í söfnuðinum. Hún var alla tíð með af lífi og sál og mjög jákvæð. Það skipti ekki máli hvort þrífa þurfti kirkjuhúsið í Betel, ganga út með blöð Hvítasunnumanna eða sækja almennar samkomur. Hún var alstaðar til heiðurs og sóma. Þórdís átti mikið djúpt og heilagt bænalíf með Drottni, þess konar líf sem alltof fáir eignast. Það lifði með henni svo lengi sem ævin entist. Á raunastundu lífs míns kom Þórdís sem hjálpandi engill fyrir mig og börnin mín. Fyrir það stend ég í ævilangri þakkarskuld við hana. Nú, þegar Þórdís er farin heim til Drottins, sjáum við á bak mikilhæfri konu. Tómarúmið er mikið hjá eiginmanni og öllu hans húsi. Með þessum Iínum sendi ég Óskari innilegustu kveðjur í Jesú nafni. Björt og fögur minning Þór- dísar Jóhannesdóttur lifir meðal okkar. Einar J. Gíslason. Guðbjörg Jónasdóttir F. 1.8.1893 D. 12.1.1986 Guðbjörg heitin var fædd að Kistu, Vatnsnesi og jarðsungin frá Vesturhópshólakirkju 18.1.1986. frá Sellandi Lífshlaup hennar var bundið við Vatnsnes í V-Húnavatns- sýslu. Stóð heimili hennar lengi að Sellandi og síðustu árin að Syðri-Þverá. Hún giftist aldrei og eignaðist ekki afkomendur. Guðbjörg var mikil dugnaðar- kona, sjálfstæð í hugsun, orði og verki. Þegar Guðbjörg fermdist kom Heilagur andi yfir hana og vígð- ist hún þar með Jesú Kristi. Guðfræði hennar og trú var Jes- ús, hún lifði og starfaði eftir því.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.