Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.01.1986, Blaðsíða 25
Sjómannastarfið á ísafirði 1985 ..Þakkið Drottni, því að liann er góður, þvi að miskunn lians varirað eilífu." Sálnmr 18:1 Ég vil gera þessi orð Davíðs konungs að mínum, þegar ég hugsa til sjómannastarfsins á liðnu ári og áratugum. A þessu ári eru fjörutíu ár siðan Guð kallaði mig til þessarar þjónustu. Þær eru margar dásamlegar minningarnar, sem ég á í huga mínum frá þessum árum, sem vitna um blessun Drottins og náð. Svo góður og miskunnsam- ur hefur Drottinn verið við mig í þessari þjónustu og enn gefur hann mér heilsu og styrk til að sinna henni. Já, ,,þakkið Drottin því að hann er góður". Þetta hefur gengið með svip- uðum hætti og áður. Farið var í heimsóknir með Guðs orð í 350 íslensk skip og báta og 60 erlend. Gefin voru 25 Nýja testamenti, 5 Biblíur og nokkrir Passíusálmar. Einnig var töluverðu útbýtt meðal ferðafólks og á öll sveitar- heimili í sýslunni. Var þetta fólk af 35 þjóðernum og fengu allir orð frá Drottni, hver á sinni tungu og vakti það oft undrun og gleði. Þessu sinni voru gefnir 210 jólapakkar til sjómanna, sem voru fjarri heimilum sínum um jólin. Það hefur aldrei gerst áður að pakkarnir skiptust jafnt milli innlendra og erlendra sjómanna. Meira að segja fengu 24 rúss- neskir sjómenn jólapakka nú, því þeir hafa aldrei fyrr viljað taka á móti, þótt tilráun hafi ver- ið gerð til að gefa. Margir hafa sagt mér að jóla- pakkarnir skapi sérstaka gleði og stemmingu um borð. Hverjum pakka fylgir líka kveðja og ritn- ingarorð. Ég vil þakka öllum sem á einn eða annan hátt hafa stutt þetta. Guð launi þeim ríkulega. Sigfús B. Valdimarsson Biblíudagurinn 1986 Biblíudagurinn var haldinn 2. febrúar sl. í 39. sinn. Hið ís- lenska Biblíufélag hélt aðalfund sama dag að lokinni messu í Ás- kirkju, Reykjavík. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup og forseti HíB setti fund- inn, Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar. Einnig voru afhent verðlaun í santkeppni, sem HíB og Gídeonfélagið efndu til nteðal 10 ára skólabarna í tilefni árs æskunnar. Meðal framtíðarverkefna Hins íslenska Biblíufélags er út- gáfa á apokrýfu bókunum. Einn- ig standa vonir til þess að hægt verði að gefa út nýja heildarþýð- ingu á Biblíunni árið 2000. Nú er hafið 172. starfsár Bibl- íufélagsins og er það elsta starf- andi félag á íslandi. Að kvöldi Biblíudagsins pred- íkaði sr. Olafur Skúlason vígslu- biskup og dómprófastur í Fíla- delfíukirkjunni. Hefð hefur skapast fyrir því að frammá- mönnum innan Biblíufélagsins eða kirkjunnar sé boðið að stíga í ræðustól Fíladelfíu á Biblíudegi. Námskeið í Kirkjulækjarkoti Kanadíski forstöðumaðurinn Allan Homby hélt tíu daga námskeið fyrir forsvarsmenn safnaða og trúboða í Skálanum, Kirkjulækjarkoti, 14.-20. mars sl. Fyrirlestrarnir voru hljóðrit- aðir og geta þeir sem óska eftir að kaupa snældur snúið sér til Grétars Guðnasonar, Kirkju- lækjarkoti (sími 99-8355) eða til Fíladelfíu-Forlags.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.