Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 47
41
hættir ollu því, að ekki varð í þeim efnum stuðzt
við erlendar fyrirmyndir nema að litlu leyti.
Þá var Knud Zimsen og allmikið riðinn við
símamál Reykvíking'a nokkru eftir aldamótin.
I nóvembermánuði 1904 var hafizt handa til
hess að koma upp símakerfi í Reykjavík. Hafði
Zimsen þá unnið að því um þriggja mánaða
skeið að reyna að fá ýmsa Reykvíkinga til að
taka síma í hús sín, en flestir tók'u því dauf-
iega og töldu símann hinn mesta óþarfa. Þó
íór svo, að Knud Zimsen tókst með ærinni fyr-
írhöfn að útvega 52 símanotendur. Þeir ætl-
uðu flestir að fá sér síma í eitt ár sér til
skemmtunar, því að ekki álitu þeir, að neitt
kagn mundi verða að þessari nýjung. Símstöðin
var opnuð 15. marz 1905. Og svo fóru leikai’,
að símanotendum fjölgaði, en fækkaði ekki, og
Oú er orðið langt síðan talað hefir verið um sím-
ann sem óþarfan hégóma. En svo fór um þetta,
að Landssími Islands tók við bæjarsímanum
í Reykjavík árið 1912, enda hafði Hannes Haf-
stein ráðherra leyft stofnun hans með því skil-
^rði, ag stjórn Landssímans mætti taka hann
í sínar hendur, þegar henni sýndist.
Loks skal þess getið, að árið 1908 gerði Zimsen
ðýptarmælingar á innri höfninni, og hafði þá
horskur verkfræðingur gert áætlun um hafnar-
karðana. En er hafnargerðin hófst 1913, hafði
^irnsen umsjón með því verki, og hélt hann því