Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1934, Side 139
133
en að krjúpa niður við fætur Frelsarans og veita hjálp-
ræði hans viðtöku, með eilifu þakklæti fyrir það.
l/ivlngstone var aðeins 12 ára, er hann sá það glöggt,
að hann var náðarþurfi, og tvítugur, er hann fyrir
kraft hinnar frelsandi náðar, fékk að reyna þá breyt-
ingu er hún veitir, eins og litblindur maður, sem allt
í einu getur aðgreint alla liti.
Ue.ncdlkt frá Nursia, sem ávalt hafði »fyrirlitið heim-
inn eins og fölnað blóm«, var 14 ára er hann tók sér
bólfestu 1 hrikalegum eyðifjallagljúifrum, og átti þar
í harðri baráttu um mörg ár, þar til honum tókst að
útrýma heiminum úr hjarta sfnu.
Efraim Sýrer lifði siðspilltu lífi til 18 ára aldurs,
en þá vaknaði samvizka hans, og hann leið miklar kvalir
]>ar til að hann Jét sklrast og lifði f föstum og bæna-
haldi bæði nótt og dag.
(írundtvlg vaknaði tiltölulega seint. Hann var 22 ára
þegar honum gramdist svo fávizka heimsins, að hann
ákvað að verða siðbótamaður. En þegar hann var að
glíma við þá djörfu drauma, kom spurningin þessi
upp í huga hans: »Ert þú nú sjálfur kristinn maður?x
Sú spurning leiddi til þess 1 fyrstu, að við sjálft lá
að hann yrði brjálaður, en endaði 1 sælu og friði barna-
trúarinnar.
William Itootli var 15 ára þegar hann átti sína úr-
slitastund frammi fyrir augliti Guðs.
Origenes var aðeins 17 ára, þegar ofsóknir Septim-
usar Severusar stóðu yfir, og móðir hans varð að fela
fötin hans til að afstýra þvf að hann fórnaði lífi slnu
fyrir trú sína..
Spurgeon vissi þegar 11 ára að aldri, að hann var
wesæll maður, án vonar og huggunar«. 1 nálægt fimm
ár bað hann stöðugt og virtist ekki fá svar við bænum
sfnum. Þegar hann var 16 ára, einsetti hann sér að