Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 5

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 5
„Hvers mega sín orð ljóðsins?<£ og faðma gestinn, bendi honum á bekkinn auðan og byrðina þungu. Hann skal lífið og hörpuna erfa. Mitt er að hverfa.“ Vitaskuld er þarfleysa að ræða um hversu fjarri fer að Davíð Stefánsson hverfi þjóð sinni, rými til fyrir ungum gesti, en hins- vegar er ástæða til að velta því fyrir sér hver eða hverjir skuli „lífið og hörpuna erfa“, líf og hörpu íslenzkrar Ijóðlistar. Að vísu eignumst við aldrei annan Davíð Stefánsson, enda sízt af öllu æskilegt að „söngvarinn api eftir annarra stefjum" í stað þess að syngja með eigin nefi eins og Davíð komst sjálfur að orði. En að þessu leyti mættum við eignast skáld honum lík: að þau geti náð eins auðveldlega eyrum hlustenda sinna; við eignumst aldrei of mörg skáld slík. Hverjum þeim sem hlotið hefur köllun skáldsins og sinna vill henni af nokkurri samvizkusemi, hlýtur að vera kappsnrál að leita nýrra leiða í stað þess að þræða slóðir annarra, túlka ný sjónarmið, gefa hlutdeild í nýjum verðmætum; í stuttu máli: opna mönnum nýja heima. Þetta á bæði við ytri og innri búnað listaverksins, jafnt ljóðlist sem aðrar listgreinar, bæði efni og form. A hinn bóginn er þess að gæta að aldrei má eftirsókn eftir ferskleika ganga svo langt að slitnar séu þær aldagömlu rætur sem skáld- skapurinn er sprottinn upp af; þó greinar trésins teygi sig í ýmsar áttir og njóti sól- skins hins unga dags hljóta þær allar nær- ingu og styrk frá sömu moldinni, sömu rót- unum, því ella visnuðu þær og féllu. Vissulega geturn við íslendingar margt lært af erlendum þjóðum og okkur ber skylda til að vera vakandi gagnvart öllunr andlegum straumum og tileinka okkur hik- laust hvaðeina sem til bóta horfir. En við byggjum á fornri menningararfleifð sem okkur ber að virða, við verðum að vera minnugir orða skáldsins: „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ Þó undarlegt sé er ljóðformið það sem orðið hefur mönnum einna mestur ásteit- ingarsteinn er þeir skulu gera grein fyrir skoðun sinni á ljóðlist. Því fer betur að við íslendingar höfum alltaf átt skáld, sem los- að hafa um formið, gert það frjálslegra og ferskara; nægir að benda á Jónas og Davíð því til staðfestingar. Þótt þessir menn hafi losað um bönd formsins hafa þeir þó haft hliðsjón af fortíðinni og það er eftirtektar- vert að þau yngri skáld okkar sem lengst virðast hafa náð byggja að meira eða minna leyti á þjóðlegum grunni. Að sjálfsögðu er hér ekki rætt um forrn ljóðsins vegna þess að það skipti neinu höfuðmáli, þvert á móti, heldur fyrir þá sök að það sem mönn- um virðist almennt mestur þyrnir í augum í skáldskap okkar yngri ljóðskálda er ein- mitt ljóðform þeirra; þau sleppa mörg rími MUNINN 33

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.