Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 17

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 17
Sigurnæ áir Ég átti einu sinni spegil. Það var ósköp venjulegur spegill, lítill, en hann var mér sem gullið Krösusi. Ég bar hann ávallt á mér, og hvenær, sem færi gafst, speglaði ég mig í honum og var alltaf jafn sæll og glað- ur. Og alltaf varð ég hrifnari og hrifnari af sjálfum mér og spegillinn mér kærari. Svo var það einu sinni um vor. Jörðin var nýkomin undan snjónum, og loftið óm- aði af fuglasöng. Það er þannig á vorin, að þá verður lífið svo dásamlegt. Hver hlutur fyllist nýju fjöri. Jafnvel steinarnir, gráir og kuldalegir, Ijóma af gieði og hjala hver við annan. Þessi dagur var óvenjufagur. Ég var á gangi út með hlíð, og þá sá ég hana sitja á steini og raula lagstúf fyrir munni sér. Dökkt hár hennar bærðist fyrir andvaran- um, og hún hringlaði steini í lófa sér. Hún hafði farið úr skónum, og nú teygði hún fæturna út á græna grundina. Hún hætti að syngja, þegar hún sá mig; þagði stundarkorn og virti mig fyrir sér. „Sæll„“ sagði hún og henti völunni í poll. „Ert þú úr skólanum?" „Já,“ svaraði ég og hætti að spegla mig í pollinum. „Ég var að ljúka prófum í dag.“ „Jæja, gekk þér ekki vel?“ Ég játti því, og svo töluðum við saman um alla heima og geima. Hún sagðist vera að austan og ætla í skólann næsta haust. Og dagurinn leið, og fuglarnir hættu að syngja. Kvöldsólin gyllti góðviðrisskýin, sem lónuðu yfir fjöllunum, og varpaði bliki á bát, sem var á leið yfir fjörðinn. Ég fylgdi henni heim, og er ég hafði boð- ið henni góða nótt, tók ég spegilinn. „Jú, hún var áreiðanlega hrifin af mér. Ég held ég fái mér bara pilsner.“ Svo gekk ég niður á Teríu og fékk mér kaffibolla, því að enginn gat lánað mér fyr- ir pilsner. Þannig eru vorin fyrir norðan. Lífið er fullt af fyrirheitum og áformum til að bæta heiminn, en vasarnir eru tómir. Seinna um kvöldið, þegar ég var háttað- ur og hafði stungið speglinum undir kodd- ann, fór ég að hugsa um stúlkuna mína. Litlu síðar sofnaði ég. Daginn eftir sá ég hana aftur. „Eigum við ekki að labba niður í fjöru?“ spurði ég. „Jú, mér þykir svo gaman að fleyta kerl- ingar.“ Það var sendlingur í fjörunni. Hann tíndi maðka og speglaði sig í haffletinum. Svo flaug hann burt. Uppi yfir bænum hringsólaði flugvél og drunur hennar bár- ust til okkar, þar sem við stóðum í flæðar- málinu og horfðum út á pollinn. Gráleitur reykur liðaðist upp með hlíðinni hinum megin, og rann loks saman við tíbrána. Við undum við fleytingarnar dágóða stund. Loks hætti ég; hún var miklu slyng- ari að fleyta kerlingar en ég. „Eigum við ekki að koma?“ spurði ég og tók í hönd henni. „Jú,“ anzaði hún og hló. Hún hló eins og ungar stúlkur gera, þegar þær finna yr- irburði sína gagnvart manninum, sem þær elska. A leið okkar upp í bæ tókum við eftir því, að farið var að skyggja. Við gengum gegnum bæinn og horfðum á umferðina. Einstaka sinnum vörpuðum við kveðju á kunningja, annars töluðum við lítið. Okk- ur var nós; að leiðast os; finna snertinsu hvors annars, „Þarna átti síra Matthías heima,“ sagði ég svona til að segja eitthvað, þegar við Framhald á bls. 57. muninn 45

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.