Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 23

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 23
ALBERT CAMUS: oosogmn um lsutos Guðirnir höfðu dæmt Sisyfos til þess að velta stöðugt steini upp á fjallsbrún, en steinninn valt ætíð niður jafnskjótt og upp var komið. Þeir álitu réttiiega, að ekki væri hægt að hugsa sér neina hræðilegri hegn- ingu en algjörlega tilgangslaust verk. Ef maður á að trúa Hómer, var Sisyfos mjög vitur og aðgætinn maður, meðan hann lifði. Önnur munnmæli herma, að hann hafi verið gefinn fyrir rán. Ég sé eng- ar mótsagnir í þessu. Hvað viðkemur ástæð- unum, til þess að hann endaði sem gagns- laus verkamaður í undirheimum, eru skipt- ar skoðanir um. Hann er fyrst og fremst ásakaður fyrir léttúðuga framkomu við guðina. Hann ljóstraði upp leyndarmálum þeirra. Aigina dóttir ffjótaguðsins Asopos- ar var einu sinni rænt af Zeusi. Faðirinn undraðist hvarf hennar og kvartaði yfir því við Sisyfos, sem var kunnugt um það. Hann bauðst til að skýra Asoposi frá nánari máls- atvikum gegn því, að Asopos léti hann fá vatn til Korinthuborgar. Hann virti rneira blessun vatnsins en hina himnesku reiði. Það var af þessum ástæðum, sem honum var hegnt í undirheimum. Hómer segir einnig, að Sisyfos hafi lagt dauðann í hlekki. Hades gat ekki þolað að sjá ríki sitt í auðn og þögn og sendi því stríðsguð- inn til að frelsa dauðann. Einnig er sagt, að Sisyfos var svo ógætinn, þegar hann nálgaðist dauðann, að reyna, hve ást konu sinnar væri mikil. Hann skipaði henni að kasta líkinu af sér út á torg í staðinn fyrir að grafa það á venjulegan hátt. Sisyfos fór síðan til undirheima. En reiður yfir hlýðni konu sinnar, sem var svo mjög andstæð allri mannlegri ást, fékk hann leyfi hjá Ha- desi til að fara aftur til jarðarinnar til þess að hegna henni. En þegar hann hafði litið aftur hinn jarðneska heim, notið vatnsins og sólarinnar, langaði hann ekki til að fara aftur niður í skugga undirheima. Hann hlýddi hvorki ógnandi áminningum, reiði né aðvörunum, en var kyrr. Hann lifði enn þá mörg ár hrifinn af boglínum fjarðarins, hinu blikandi hafi og brosandi jörð. Guð- irnir ráðguðust um málið. Þeir sendu Her- mes til að handsama þorparann og flytja hann með valdi frá hamingju sinni aftur til helheima, þar sem steinninn lá og beið hans. Sisyfos er, eins og við sjáum, hetja fjar- stæðunnar. Hann er það bæði í ástríðum sínum og refsingu. Það er fyrirlitning hans á guðunum, hatur hans á dauðanum og þrá hans til lífsins, sem kallaði hina hræði- legu hefnd yfir höfuð hans, að verða að eyða allri orku sinni til einskis. Það er gjafd- ið, sem hann verður að greiða fyrir ham- ingju þessa heims. Fyrir utan sjálfa hegn- inguna fáum við ekkert að vita um dvöl hans í undirheimum. í ímynduninni verð- ur goðsögnin lifandi. Þessi goðsögn sýnir okkur aðeins líkama, sem neytir ýtrustu krafta til að lyfta hinum volduga steini og ýta honum aftur og aftur upp fjallshlíðina. Við sjáum hið hörkulega andlit með kinn- ina þétt upp að steininum, öxl, sem styðzt við hið molduga bjarg, fót, sem hamlar á móti, framrétta handleggi, sem aftur og aftur þrýsta á, tvær hraustar mannshendur fullar af mold. Loksins eftir langa, erfiða baráttu í geimi án himins, í tíma án dýpt- ar, nær hann takmarki sínu. En Sisyfos sér þá, hvernig steinninn á sama augnabliki veltur aftur niður í undirdjúpin. Hann verður enn á ný að fara niður á sléttuna. MUNINN 51

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.