Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 14

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 14
enga trú höfðu á því, að hægt yrði að fara svona langt, en enginn lá á liði sínu af þeirri ástæðu, því að sýnt þótti, að því meira fé, sem safnað yrði, þeim mun lengri gæti ferðin orðið, ef ferðast yrði innanlands. Draumurinn varð að veruleika, og fimmtudaginn 28. maí lögðum við af stað frá Akureyrarflugvelli. Þetta var reyndar degi fyrr en áður hafði verið gert ráð fyrir og þar af leiðandi misstum við af síðasta prófinu okkar, en það varð að hafa það. Leiðsögumenn okkar í ferðinni voru skólameistari og frú og Steindór Steindórs- son, og kunnum við þeim hina beztu þökk fyrir samveruna. Segir nú ekkert af ferðum okkar, fyrr en við lentum í Svíþjóð í fögru veðri um 10 leytið að kvöldi. Þar tók Blásorkestern á móti okkur ásamt ráðamönnum mennta- skólans í Vasterás, Lároverkets. Þarna voru leiknir þjóðsöngvar Svíþjóðar og Islands, og við sungum Jojóðsöng Svía. Einnig voru flutt kveðjuávörp beggja aðila, en síðan var haldið af stað til Vásterás, en þangað er um klukkustundar akstur frá flugvellinum. Þegar við komum til borgarinnar var komið svartamyrkur. Þar tóku væntanlegir gestgjafar við okkur, en flest bjuggum við á einkaheimilum. Þó bjuggu um 20 strák- ar á K.F.U.M. heimili utan við borgina og munu Jreir hafa misst þar nokkurs í, og auðvitað hafa heimilin öll verið misjöfn, en þó öll mjög góð. Gestgjafarnir höfðu skipulagt dvöl okkar Jtarna að nokkru leyti, en áður en ég rek J^að, ætla ég að minnast á Lároverket, Jrar sem ég sótti nokkra tíma og kynntist kennsluháttum lítillega. Á heimilinu, þar sem ég bjó, var einn piltur úr skólanum, og allir þeir tímar, sem ég sótti, voru í bekknum hans, sem mér virtist svara til fjórða bekkjar stærðfræði- deildar hjá okkur. í skólanum var venjuleg kennsla um þetta leyti, en eiginleg millibekkjarpróf hafa Jreir ekki, heldur eru vetrareinkunnir látnar gilda. Fyrst datt mér í hug að fara í skriflega frönsku, en þegar mér var sagt, hvernig prófið yrði í aðaldráttum, gafst ég upp við það. Þau voru búin að læra frönsku helmingi lengur en ég. Ég sótti einn efna- fræðitíma, þar sem Calcium var tekið fyrir með öllum sínum samböndum. I kennslu- stofunni voru öll áhöld, og ýmsar tilraunir voru gerðar í tímanum, en samt fannst mér, að ekki væri farið jafn nákvæmlega í efnið og gert er hér hjá okkur. Einnig sótti ég eðlisfræðitíma og síðan tíma í kirkjusögu, en hana læra þeir allt til stúdentsprófs. En hrifnastur varð ég í þýzkutíma, en þá flutti einn nemandanna fyrirlestur á þýzku um Berlínarmúrinn. Hann stóð allan timann uppi við töflu og talaði að mestu blaðalaust. Annars virtust mér kennsluhættirnir ekki ósvipaðir því, sem hérna gerist. Kennararn- ir tóku upp, og krakkarnir stóðu sig upp og ofan alveg eins og við. Félagslífinu innan skólans kynntist ég mjög lítið, en ég hef grun um, að það sé hvergi nærri eins öflugt og hér, að undan- skildu tónlistarlífinu. Verulega stór hluti nemenda getur leikið á hljóðfæri og margir á fleiri en eitt. Og á morgnana, áður en kennsla hefst, safnast nemendurnir saman í samkomusal skólans, og þar er leikið á orgel og sálmur sunginn. Nemendur gefa út blað, Kapris, sem er í heldur minna broti en Muninn, um 16 bls., fjölritað. Efnið er ákaflega fjölbreyti- legt, allt frá stuttum, heimspekilegum rit- gerðum og niður úr. í blaðinu er mikið af myndum. Dansleikir eru sennilega ekki stór þáttur félagslífsins, en að öðru leyti er ég harla fáfróður um þessi mál. Hið fyrsta, sem okkur var sýnt merki- legt í bænum, var dómkirkjan. Elztu hlut- ar hennar eru síðan frá 13. öld, en lokið var byggingu hennar árið 1961. Hún stend- ur á grunni eldri kirkjunnar og er að nokkru leyti úr efni hennar. Þannig má 42 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.