Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 18

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 18
Laxinn Veruleiki um draum Þú leitai' stöðugt þess, sem ekki er og aldrei verður nema í draumsins mynd, því ekkert stenzt, sem ímyndarðu þér, og ástin reynist jafnvel ekki blind. Veruleiki og ímynd þess, sem er, er ei það sama og stundum ekkert líkt, og lífsins reynsla loks mun segja þér, að login mynd hins sanna er alltaf ýkt. ká há. Aleinn í hamrinum háa ég sit og horfi í iðunnar flaum. Þarna í bullandi löðrinu lít laxinn, sem berst þar gegn straum. Ég spyr hann: Hvað viltu vinur minn svo válegu straumkasti mót? Ofan þess bíður hann óvinur þinn öngull, sem þyrmir ei hót. Er ástæðan sú, að þú ímyndir þér óskalönd draumfögur þar, hvar lífið einn dásemda leikur er? En laxinn hann veitir ei svar. Eða leiðir þig núna og lokkar sín til ljúfastur bernskuheims tregi, þar sem lékstu þér ungur í lognværum hyl? En laxinn hann svarar mér eigi. b p 46 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.