Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 8

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 8
Heilsufar kennara var afburðagott allan októbermánuð. Eftir mánaðamótin þótti nemendum fyllsta nauðsyn að losna við að minnsta kosti eina kennslustund. Fóru menn þá að gefa frá sér ýmis hljóð á skóla- ganginum í von um að fá söngsal. Var sung- ið í flest öllum frímínútum í fjóra daga, og loks á föstudag ákváðu yfirvöld skólans að veita söngsal, en þá voru flestir orðnir raddlausir, svo að skólameistari tók það ráð að lesa Einræður Starkarðar, nemendum til heilsubótar. 7. nóvember gekkst ritnefnd Munins fyrir fagnaðarsamkomu, vegna 47 ára af- mælis rússnesku byltingarinnar. Samkom- an var ekki fjölmenn, því að þar flutti Pálmi Frímannsson frumsamda skennnti- sögu og Haraldur Blöndal sá um spurninga- þátt og brandaraframleiðslu. Síðan sungu þeir Jóhann Daníelsson og Sigurður Svan- bergsson tvísöng. Var söng þeirra að von- um mjög vel tekið. Að því loknu upphófst dansmennt, en um nægan hávaða sáu Lubb- ar. Þess má og geta, að Hjálmar Freysteins- son hlaut 1. verðlaun í botnasamkeppninni i jDiiðja skipti í röð. Er það með skárri tradisjónum hér í skóla, að Muninn skuli ætíð veita Hjálmari þessi verðlaun. Þriðjudaginn 10. nóvember dvöldu nem- endur Samvinnukólans á Bifröst hér á Ak- ureyri. Vegna komu þeirra hélt Huginn dansleik í Sjálfstæðishúsinu og sóttu hana nemendur beggja skólanna. Fór þar fram spurningakeppni og mælskukeppni auk og hefur ekki lengur rétt til að kalla sig liomo sapiens. Hvarvetna í kringum okkur sjáum við líf og sköpun, hrörnun og dauða. Heims- ríki rísa og falla, jafnvel heil stjórnarkerfi, valdamenn korna og fara; margir skilja eft- ir sig blóðug spor. Turnar rísa við torg, sig- uimerki gnæfa við himin; einn góðan veð- urdag hefur þetta kannski allt orðið eldi að bráð eða er rústir einar. Maðurinn, þrár hans og draumar, brambolt hans og her- virki gleymist; sjálfur er hann dægurfluga sem stormar tímans feykja burt út í enda- lausa firð sem enginn þekkir. En manneðl- ið er samt við sig, leit mannsins er eilíf; þrá hans og leit eftir æðri markmiðum, fegurð, sannleika, réttlæti, varir endalaust og list- sköpun er sá farvegur sem þessi þrá fær einkurn útrás í. Og þótt listaverkin sjálf glatist, verði duft eitt og aska og nöfn þeirra sem skópu þau falli í gleymsku, lif- ir andinn, hann er ódauðlegur, hrósar sigri yfir efninu. Þennan sannleik túlkar enginn betur en Einar Benediktsson, og fer bezt á að ljúka þessu sundurlausa spjalli með sí- gildum orðum hans: „Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústurn þjóða og landa. Korni hel og kasti mold og grafi, kvistist lífsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknörr í myrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa.“ Gunnar Stefánsson. 36 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.