Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 26

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 26
Spjallað við fimleikakonu Hálf ófiamfærnir laumumst við inn neðri gang kvennavista og berjum að dyr- um á innsta herberginu vestan megin. Margrét Hjaltadóttir kemur til dyra og býður okkur inn og sæti. Eftir humm og ræskingar hefjum við viðtalið. „Hvernig stóð á því, Margrét, að þú lagð- ir fyrir þig íþróttakennaranám?“ „Fyrst og fremst af því að ég hafði mik- inn áhuga á þessu, og svo er líka svo gaman að kenna.“ „Og getan hefur náttúrulega verið sam- fara áhuganum?“ segjum við, en Margrét er hin dulasta og vill ekkert segja um þá hluti. „Fórstu strax í þetta nám að skyldunámi loknu?“ „Nei, eftir miðskólapróf fór ég til Eng- lands í enskunám eingöngu. Sumarið 1961 var ég svo við leikfiminám í Ollerup á Fjóni, og þaðan fór ég í íþróttaskólann að Laugarvatni og lauk þaðan prófi árið 1963.“ „Hvernig var kennslu hagað þarna í OHerup?“ „Við vorum í skólanum frá klukkan 8 á morgnana til klukkan 9—9,30 á kvöldin með smá matarhléum." „Var þetta eintóm leikfimi?“ „Nei, ekki alveg. Það voru bæði fyrir- lestrar og bókleg kennsla, en allt snerist um íþróttir." „Varstu ekki orðin þreytt um haustið?“ ..Nei, nei, annars var þetta mjög erlitt. Þegar við vorum að æfa fyrir sýningar, vor- um við úti í sólskininu og hitanum. Þá leið yfir hverja á fætur annarri. F.n þær voru bara bornar út af og drifnar inn á aft- ur jafnskjótt og þær rönkuðu við sér. Og stöðugt vorum við pískaðar áfram. Þetta sumar var líka landsmótið í Vejle, sem íslendingar fengu að taka þátt í, og fyrir það þurfti vitanlega mikið að æfa.“ Okkur hryllir við allri þessari hörku, og snúum okkur að öðru. „Skoðaðir þú þig ekki um í landinu að skóla loknum?“ „Jú, þar sem ég er dönsk í aðra ættina, á ég fjölskyldu þarna úti, og með henni ferðaðist ég mikið.“ „Og svo hefurðu snúið þér að kennsl- unni?“ .. Já, fyrst kenndi ég við barnaskóla, en þar sem ég bjóst við að geta kennt miklu meira og komist lengra með stálpaðar stelpur, kom ég hingað.“ „Hvernig líkar þér við skólann?" „Vel, mikið betur en ég bjóst við fyrir- frarn. Að vísu var dálítið erfitt fyrst að þekkja engan í skólanum, en það var fljót- legt að kynnast krökkunum.‘“ „Hvað finnst þér svo um að búa með smámeyjum?" ..Mér finnst það alveg prýðilegt. Sam- konndagið er mjög gott, og vona ég, að svo verði áfram. Annars er dálítið leiðinlegt að sjá vonbrigðasvipinn á andlitum utan og innan dyra, þegar ég læsi á kvöldin.“ „Eru þær nokkuð óþekkar." „Nei, nei, þær eru bara hlýðnar, a. m. k. 54 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.