Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 13

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 13
DU Síðastliðinn vetur var það einhvern tíma, er rætt var um bekkjarferð V. bekkjar, að einhver stakk upp á því, að farið yrði á vit erlendra þjóða. Eftir nokkurt vafstur var nefnd skipuð í málið samkvæmt gömlum bekkjarsið, og skyldi hún einkum athuga, hvert rnyndi verða ódýrast að fara. Brátt komst nefndin að þeirri niðurstöðu, að hag- kvæmast yrði að fara til Svíþjóðar og þá með það í huga að endurgjalda heimsókn lúðrasveitarinnar frá vinabænum Vásterás vorið 1963. Það fór reyndar ekki hjá því, að ýmsir litu þessa fyrirætlun okkar hornauga og þætti við koma lítt færandi hendi til Vásterás, andstætt við lúðrasveitina, sem hingað kom. Ekki skal þessu neitað. En okkur, sem þá vorum í fimmta bekk, þótti ekki líklegt, að síðar ætti eftir að koma í M. A. bekkur, sem hefði nokkuð að ráði betra lið hljómlistarmanna eða annarra hæfileikamanna en við. Okkur varð strax Ijóst, að ferðin yrði dýr, enda þótt við þyrftum ekki að kosta uppihald okkar úti. Bekkjarsjóðurinn var hreint ekki gildur, en mjög var orðið álið- ið vetrar. Við urðum því að hefjast handa um fjársöfnun, og voru ýmis gróðafyrirtæki sett á stofn. Þar varð þyngst á metunum auglýsingablaðið „Spékoppar“, en einnig má nefna dansleiki og síðast en ekki sízt pylsurnar, sem höfðu yljað mörgum svöng- um menntlingum um hjartaræturnar, a. m. k. þær, sem ekki voru ofan af úr pott- inum. Til greina kom einnig að halda „kabarett“, en tíminn var orðinn of naum- ur, þar sem slíkt krefst mikilla æfinga og langs undirbúnings, en ég læt þessa getið hér til ábendingar þeim, sem á eftir koma. Margir voru þeir innan bekkjarins, sem saman alla færustu lækna þína mér til bjargar. Ó! ef þú hefðir þroska til þess að skilja það, sem ég hef skrifað, en þú kastað frá þér í fávísi þinni. Þá væri þér borgið að eilífu. En nú er það um seinan, þú hlauzt þitt tækifæri og misnotaðir það, nú verður þú að taka afleiðingunum. O þið miklu spámenn fortíðarinnar, nú kem ég. Ofurmennið er látið, vingjarnleg hjúkr- unarkona gengur að sænginni, horfir á þann, sem þar hvílir, og tautar fyrir munni sér: „Loksins hefur þessi vesalingur hlotið hinn eilífa frið, vesalingur, sem gat ekki skilið, að sá verður aldrei ofurmenni, sem ekki getur staðið undir byrðum hversdags- leikans." Hún lýtur niður að líkinu og lokar aug- um þess, sem eru full af fyrirlitningu á mannlegri heimsku, breiðir hvítt lak yfir ásjónuna og gengur síðan til dyra, um leið os: hún heldur áfram að tala hálfhátt við sjálfa sig. „Þeir verða að öllum líkindum fegnir í fæðingarsveit hans að losna við þennan bagga, sem á þeim hefur hvílt síðustu tíu ár.“ ratti. muninn 41

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.