Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 27

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 27
Um Gambra I. tbl. IX. árg. Gambra er komið út. Gambri hefur oft verið, eins og ritstjóri bendir raunar á í ávarpi sínu, „einskonar „GOSI“ M. A.“. Þ. e. a. s. honum hefur verið ætlað það hlutverk fyrst og fremst, að sjá til þess, að lesendur geti í það minnsta kímt á meðan á lestri hefur staðið. Hitt liefur svo stundum verið örðugt að sjá, hvað átti að vera hátíðlegur skáldskapur og hvað hlægilegt skemmtiefni. Nú hefur sú stefnubreyting orðið hjá ritnefnd Gambra, að þeir hafa ákveðið að helga hann óskiptan, — eða að minnsta kosti hér um bil óskiptan —, efni, sem hafi menningarlegt gildi. Að ritdæma blað, eins og Gambra, veld- ur jafnan nokkrum erfiðleikum. Það ligg- ur nefnilega alls ekki í augum uppi, hvaða mælikvarða eigi að nota á efnið. Höfund- arnir eru unglingar á þeim aldri, þegar mikil sálarleg umbrot eiga sér stað. Þar af leiðandi hættir þeim til að rnála það, sem þeir vilja segja of sterkum liturn. Jafnvel svo að nálgast glamuryrði. A að dæma blað- ið í hlutfalli við þetta? Þ. e. a. s. draga úr meðan ég sé til, en það er aldrei að vita hvað brallað er á bak við tjöldin,“ „Þú ert sem sé ánægð með dvöl þína hér?“ „Já, já, alveg hæstánægð. Akureyri er yndislegur bær og hér eru góð skíðalönd, svo að ég hugsa mér gott til glóðarinnar.“ Að svo mæltu óskum við Margréti góðs gengis í starfi sínu hér og sláum botn í rabb þetta. P. J. B. Þ. göllunum, en liæla þeirn mun meira því, sem vel er gert. Eða skal blaðið dæmt, eins og maður mundi líta á rit, er ekki væri þannig til komið og maður vissi engin deili á önnur en þau, er birtast manni við lestur þess. Ég hefi valið síðari kostinn. Fyrst og fremst er það gert vegna þess, að ritnefndin ætlar blaðinu hátíðlegt hlut- verk. Það væri því ekki annað sæmandi en fjalla um það sem slíkt. Útlit blaðsins er all þokkalegt og ekkert frarn yfir það. Þó er þar á ein undantekn- ing og er það frágangur á sögunni Múrinn. Ef undanskilinn er titill sögunnar, eða rétt- ara sagt teikningin kringum titilinn, sem mér finnst léleg, er þar um ljómandi skemmtilegt verk að ræða. Teikning Björg- vins er mjög góð og ekki síður hitt, hvernig hlutar þessarar myndar eru síðar hagnýttir við skreytingu sögunnar. Svipað mætti raunar segja um myndskreytingu á blað- síðu 7 umhverfis ljóðið Skugginn. Það er Jrví galli, að sú skreyting skuli ekki vera merkt höfundi sínum. Kristján Sigvaldason skrifar um kvik- myndir. Hann hefur lipran penna og dett- ur oft niður á laglegar setningar. Þó er hann með Jieim ósköpum gerður, að setja skoðanir sínar fram á svo öfgafullan hátt, að þær missa marks. Kristján mætti að ósekju fága betur ádeilugreinar sínar, ef honum er umhugað um að ná árangri með greinum sínum, sem ég efast raunar alls ekki um. SKÁLDIÐ ARI JÓSEPSSON - in nre- moriam —, nefnist skrif, samantekið af Jóni Björnssyni. Minningargrein þessi er að Jrví MUNINN 55

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.