Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 30
Um Raunvísindadeild Hugins.
Fyrir fáeinum árum stofnuðu nokkrir
áhugamenn um raunvísindi félag, sem þeir
nefndu Raunvísindafélag M. A. Álitu þeir,
að hér hlyti að vera grundvöllur fyrir slíku
félagi, þar sem stærðfræði og eðlisfræði
skipa svo háan sess, sem raun ber vitni. En
svo reyndist ekki vera.
Tvisvar sinnum dó þetta félag út vegna
algjörs skeytingarleysis nemenda á starf-
semi þess. Var að lokum gripið til þess ráðs
að innlima það í Hugin og gera þá um
leið alla nemendur skylda að vera í félag-
inu, sem eftir þessa lrreytingu nefndist
Raunvísindadeild Hugins.
Hlýtur það að koma mönnum nokkuð
einkennilega fyrir sjónir, að eina leiðin til
að halda félagi áhugamanna lifandi sé að
lögbjóða mönnum að vera í því. En þessi
breyting virtist nauðsynleg, og er vonandi,
að hún verði til þess, að áhugi manna fyrir
raunvísindum glæðist, og skapi þannig
grundvöll undir starf deildarinnar.
í lögum Hugins stendur m. a. þetta um
deildina: „Markmið deildarinnar er að
glæða áhuga nemenda skólans á raunvísind-
um og veita þeim fræðslu á því sviði með
fyrirlestrum, kvikmyndasýningum o. fl.“
Mun verða reynt að haga störfuin deiid-
arinnar í samræmi við þetta í vetur og
halda fundi, þar sem nemendur verða
fræddir um ýmislegt, sem varðar raunvís-
indi og tækniþróun nútímans. Hins vegar
hefur reynzt mjög erfitt að fá fyrirlesara,
og væri æskilegt, að þeir nemendur, sem
hafa kynnt sér eitthvað sérstakt efni, sem
snertir raunvísindi gæfu kost á sér sem
fyrirlesarar.
Einnig verða haldnir fræðslufundir í
vetur, þar sem sýndar verða kvikmyndir og
ef til vill haldin smá erindi um sama efni
og kvikmyndin fjallar um.
Þá hefur stjórn deildarinnar í hyggju að
halda fund einhvern tíma í vetur, þar sem
sýndar yrðu fróðlegar og skemmtilegar til-
raunir úr eðlis og efnafræði, en slíkt krefst
nokkuð mikils undirbúnings og vinnu, og
yrði því nokkuð stór hópur manna að sjá
um þennan fund.
Væri mjög æskilegt, að menn mynduðu
áhugamannahópa, sem gætu tekið að sér
undirbúning og stjórn slíkra funda sem
jressa.
Þannig er í aðalatriðum framtíðaráætl-
un Raunvísindadeildar Hugins, en á hinn
bóginn er þetta engin algild formúla, sem
skilyrðislaust verður að fara eftir, og berist
stjórn deildarinnar skynsamlegar tillögur
frá nemendum, mun hún vitanlega taka
þeim með þökkum.
R. K.
Þekkingin þroskar.
Segja má, að nútíma þjóðfélag byggist á
félögum. Öllum þegnum þess ber því nauð-
syn að kunna nokkur skil á félagsmálum.
Þetta á ekki sízt við um okkur mennta-
skólanema. Okkur, sem eigum að erfa
landið. Þó er þekking manna á þessum mál-
um, hér í skólanum, mjög ábótavant.
Ég tel, að hlutverk málfundafélagsins
Hugins sé meðal annars að halda uppi
kennslu í félagsstörfum og mælsku. Starf-
semi þessi nú byggist aðallega á málfund-
unum. Þar tala oftast sömu mennirnir hvað
eftir annað, og fund eftir fund. Hinir
hlusta. Eru óvirkir þátttakendur í félags-
starfseminni.
58 MUNINN