Muninn

Volume

Muninn - 01.12.1964, Page 32

Muninn - 01.12.1964, Page 32
Sjónarmiö Michael Zoshenco (1895—) er víðkunnur rúss- neskur grínhöfundur. Hann hefur glöggt auga fyrir skringilegum aðstæðum og næmt eyra fyrir einkennilegum biæbrigðum málsins. Hann varð fyrir ávítum árið 1943 vegna bernskuminninga sinna „Þegar sólin kemur upp", og útgáfa þeirra var stöðvuð. Smásagnasöfn hans eru allútbreidd um hinn vestræna lieim. Yegorka Glaskov ók mér frá Leskí- járn- brautarstöðinni og við tókum tal saman. „Jæja, er nú fólkið í þinni sveit stéttræk- ið?“ spurði ég Yegorku. „Fólkið?" sagði Yegorka. „Fólkið er stétt- rækið. Því skyldi það ekki vera stéttrækið?“ „Og hvað um kvenfólkið?“ „Kvenfólkið? Kvenfólkið er stéttrækið líka. Því skyldi það ekki vera stéttrækið?" „Og þær eru margar — þær stéttræknu á ég við?“ „O-æ, nógu margar,“ sagði Yegorka. En, í hreinskilni sagt, þær eru ekki margar, en of margar. Okkur ofbýður ekkert fjöldi þeirra. Svona í það heila tekið eru þær fremur fáar. Ein var í sveitinni. En við er- um ekki vissir um hana heldur — ef til vil 1 er hún líka á förum?“ „Og hvað veldur?“ „Ja — humm,“ sagði Yegorka á báðum áttum. „Maðurinn hennar er vitlaus. Klópov Vasilí ívanich. Hann er óttalegur drumbur. Að minnsta kosti lemur hann hana með trjáhríslu. Hann misþyrmir henni.“ „Svo — og hún — tekur hún því mögl- unarlaust?“ „Hún Katrín? Hvort hún taki því mögl- unarlaust. Hún svarar: „Þetta,“ segir hún, „er óheilbrigt.“ „Þú,“ segir hún, „Vasilí Jvanish ættir að gæta þín betur, þegar þú sveiflar hríslunni." „Tímarnir,“ segir hún, „hafa breytzt.“ „Hún ætti að segja ráðstjórninni frá þessu." „Já — því ekki það? Hún sagði ráðstjórn- inni frá þessu. Þar sögðu þeir: „Það var gott, kæra vinkona að þú komst. Segðii skil- ið við þennan óþokka. „Kona góð,“ segja þeir, „og þar með basta.“ Jæja — ekki vill hún það. „Ég ætla að bíða,“ segir hún, „svolítið, vegna þess, að ég hef engan áhuga á að skilja við hann.“ Eftir þetta þolir hún lengi við, en fer síðan til bæjarins. Og nær í pillur. Eina tekur hún sjálf, og aðra setur hún í mat- inn hans. Hún hefur eitrað fyrir hann, og hann ræðst á hana og lemur hana. Pillan hefur engin áhrif á hann. Þá gefur hún honum tvær og tekur tvær sjálf. En ekkert gerist — og hann lemur hana. Og þá tók hún sex í einu og valt um. Steinlá. Hvílík mæða! Einmitt eina stétt- rækna konan í sveitinni, sennilega að deyja.“ „En hinar konurnar?“ spyr ég. „Eru þær jafn lítilfjörlegar?" „Hinar eru jafnvel enn þá lítilfjörlegri,“ sagði Yegorka. „Þær eru alltaf hálf sofandi. Ein kærði manninn sinn fyrir réttinum eft- ir rifrildi, og þeir velgdu honum undir uggunum. Hann var alveg búinn að vera. Fimm silfurrúblur — eða ]dú hættir að þrasa — ræfillinn þinn..........Jæja, og nú kveinar hún og kvartar? Með hverju á hún að borga? Hvílíkt óstéttrækið fífl.... Og önnur skildi. Bóndinn hennar er stór- ánægður. Það er vetur, og hún sveltur. Svona lítilfjörlegt fífl!“ „Þetta er slæmt,“ sagði ég. 60 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.