Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 25

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 25
unum? Já, vegna þess að það er aðeins einn heimur til. Hamingjan og fjarstæðan eru bæði börn sömu jarðar. Þau eru óaðskiljan- leg. En það táknar ekki, að hamingjan hljóti að stafa af skilningi á hinu fjarstæða. Alveg eins má segja, að fjarstæðukenndin fæðist af hamingjunni. „Ég sé, að allt er gott,“ segir Oidipus; þetta eru heilög orð, sem bergmála í hinum ósiðaða og þrönga heimi mannsins. Þau boða, að enn sé ekki öll von úti. Þau stökkva á braut þeim guði, sem komið hefur í heiminn af ófullnægðri þrá mannsins og áhuga fyrir ónauðsynlegii kvöl. Þau gera örlögin að mannlegu áhuga- máli, sem mennirnir sjálfir verða að ráða fram úr, og kippa í lag, þegar eitthvað er að. Á þessu hvílir hin þögula gleði Sisyfos- ar. Orlög hans tilheyra honum sjálfum. Steinn hans er hans eigin steinn. Á þennan hátt lætur hinn fjarstæði nraður alla hjá- guði þegja, þegar hann lítur á sorg sína. Heimurinn verður skyndilega rólegur aftur, en frá jörðinni hljóma þúsundir radda, — leyndardómsfuliar og torskildar kailandi raddir, — eggjanir hvaðanæva. Þær eru sig- urlaunin og hin nauðsynlega viðurkenning. Sólin skín aðeins af og til, og nraður verður að sætta sig við myrkrið. Hinn fjarstæði maður segir já, og þess vegna lýkur erfið- leikunum og baráttunni aldrei. Ef örlög einstaklingsins eru til, eru engin æðri örlög til, — að minnsta kosti engin örlög, sem hin- unr fjarstæða manni finnast ekki hörð og fyrirlitleg. Hins vegar veit hann, að hann er sinn eiginn herra. Á því augnabliki, sem maðurinn lítur á sitt eigið líf, líkt og Sisyfos snýr sér að steininum, á því áhrifamikla augnabliki, sér maðurinn fyrir sér röð af sanrhengislausum atburðum, senr flétta ör- lög hans, — sem eru gerð af lronum sjálf- um, — sem aðeins eru tengd sarnan í minn- ingunni, og sem brátt nrun Ijúka með dauða hans. Hann er sannfærður um, að allt nrannlegt er af mannlegunr uppruna. Hann er blindur maður, sem þráir að fá sjón, og sem veit, að nóttin tekur aldrei Ritgerðarsamkeppni Ritstjórn Munins lrefur ákveðið að gangast fyrir ritgerðasamkeppni og efnið er: HLUTVERK BLAÐAÚTGÁFU í MENNTASKÓLA. Fyrstu verðlaun eru 800 kr.; önn- ur verðlaun 500 kr. Dómnefnd skipa íslenzkukennarar skólans þeir Brynjólfur Sveinsson, Árni Krist- jánsson og Gísli Jónsson ásamt ábyrgðarmanni blaðsins, Friðriki Þorvaldssyni og í samráði við rit- stjórn. Skilafrestur er til 10. janú- ar. Ritgerðum sé skilað undir dul- nefni, en rétt nafn fylgi með í lok- uðu umslagi. Grípið nú pennann og látið óhikað álit ykkar og skoðanir í ljós. Ritstj. enda. Hann er alltaf á leiðinni. Steinninn heldur áfram að velta. Ég yfirgef Sisyfos við rætur fjallsins. Mað- ur tekur alltaf kross sinn upp aftur. Sisyfos ber vitni um æðri trúmennsku, sem afneit- ar guðunum og lyftir steininum. Og hann lyftir steininum og viðurkennir, að allt sé gott. Hinn húsbóndalausi alheimur virðist honunr Irvorki ófrjór né tilgangslaus. Sér- hvert granítkorn í steininum, lrver glitr- andi málmsteinsarða í dimmu fjallinu, mynda hver sinn heinr. Baráttan til að ná upp á tindinn er nóg til að fylla eitt manns- hjarta. Maður hlýtur að ínrynda sér Sisyfos ham- ingjusanran nrann. Þýtt: P. S. MUNINN 53

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.