Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 7
hraða að þjóðin hefur ruglazt í ríminu og tekið sjálf á sprett; hvert hlaupið er veit enginn. í einu vetfangi hefur þjóðin við leifturblik gullsins kastað frá sér byrðum sínum og gengið á vit bjarmans. Við þetta hafa mörg andleg verðmæti færzt í kaf, list- irnar orðið hornrekur en Mammon settur í hásætið. Það er eins og taugaspennan og óðagotið hafi náð heljartökum á þjóðinni; menn hafa ekki lengur tíma til neins; þeg- ar færi gefst frá Mammonsþjónkuninni gTÍpa þeir sér helzt Vikuna í hönd ellegar horfa á þriðjaflokks ameríska kvikmynd. Fáir láta sér detta í hug að verja tómstund- um sínum til neins sem krefst hugsunar; þá er ólíkt fyrirhafnarminna að láta mata sig á einhverju sem rennur ljúflega niður. Hið opinbera sýnir listum vítavert tómlæti og kemur það ekki sízt í ljós í hinni smásálar- legu en þó einkum handahófskenndu út- hlutun fjár til listamanna þjóðarinnar. Þetta er þó kannski ekki verst; listamenn hafa hingað til getað lifað án viðurværis sem listamannalauna; hitt er öllu alvar- legra hvert áhugaleysi almenningur sýnir verkum þeirra og var að framan nokkuð minnzt á ástæðurnar til þess. Verk ljóð- skáldanna, svo rætt sé áfram um ljóðlist- ina, eru ekki almenningseign, bækur þeirra koma margar út í litlu upplagi og seljast dýru verði; sumar fara beinlínis framhjá mönnum. Og þar sem menn þekkja skáld- in svo illa, hafa kannski aðeins lesið verk þeirra á hlaupum eða alls ekki sökum tíma- skorts, hyllast þeir til að dæma þau óalandi og óferjandi. Það eru gömul sannindi en alltaf ný að mönnum hættir til að vanmeta það sem þeir þekkja ekki. Menn finna yngri skáldunum það nr. a. til foráttu að verk þeirra séu svo myrk, svo óaðgengileg. Kann að vera að sum skáldin yrki torskil- ið en það hefur hingað til ekki þótt ljóður á ráði góðra skálda að einhverja fyrirhöfn kosti að tileinka sér list þeirra. Mergurinn málsins er nefnilega sá að menn verða að kynna sér sem bezt verk skáldana, bæði yngri og eldri, og greina hismið frá kjarn- anum eftir því sem þeir hafa vit til; virð- ist það raunar algjör lágmarkskrafa sem gera verður til þeirra manna sem eitthvað vilja ræða skáldskap. En til að geta kynnt sér skáldskap þurfa menn auðvitað að gefa sér tíma til þess; ráðið er sem sé einfald- lega að hægja á sprettinum og gefa sér tóm til að hugsa. Skáldið Hannes Pétursson spyr í síðustu Ijóðabók sinni: „Hvers mega sín orð ljóðsins? Stálið hefur vængjazt og flýgur langt út fyrir heimkynni arnarins. Hvers mega sín orð þess? Brostið net Ijóðsins? Gert af kattarins dyn bjargs rótum. Ó dagar þegar heimurinn var fiskur í vörpu ljóðsins.“ Þessi orð hins snjalla skálds knýja fast á; þau eru hrópandi rödd sem enginn getur daufheyrzt við. Við lifum vissulega á ör- lagatímum, kannski meiri örlagatímum en nokkur önnur kynslóð; allar þjóðir heirns búa undir skugga vetnissprengjunnar, þess stáls sem hefur vængjazt og öllu mannkyni stendur stuggur af gusti vængjanna. Á slík- um tímum er ekki að undra þótt sú hugs- un hvarfli að ýmsum að ljóðið sé haldlaust, net þess brostið, hið sterka net sem staðizt hefur brotsjói genginna alda sé nú loks brostið. En við verðum og höfum líka ástæðu til að vona að þetta sé rangt, þeir tímar séu ókomnir og þeir komi aldrei. Þegar hnefarétturinn tekur ráðin, sverðið er gripið í stað pennans, frjáls hugsun troðin undir járnhæl vopnasalans, þá er maðurinn líka kominn niður á stig dýrsins MUNINN 35

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.