Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 24

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 24
M U N I N N Útgefandi: Málfundafélagið Huginn. Ritstjóri: Páll Skúlason. Ritnefnd: Pálmi Frímannsson. Haraldur Blöndal. Björn Þórleifsson. Pétur Jóhannesson. Auglýsingar: Axel Gíslason. Guðmundur Sigurðsson. Oli G. Jóhannsson. Ábyrgðarmaður: Friðrik Þorvaldsson. Forsíðu gerði Oli G. Jóhannsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Það er á leiðinni niður, þessa stuttu stund frá erfiðinu, sem Sisyfos vekur áliuga minn. Andiitið á þeim, sem þrælar við steininn, er þegar orðið að steini. Eg sé hann ganga niður fjallið þungum, rólegum skrefum, niður til þjáningarinnar, sem hann sér eng- an endi á. Þessi hvíld, sem kemur eins reglulega og andardrátturinn og óbrigðul eins og óhamingja hans, þessi hvíld er tími meðvitundarinnar. Hvert skipti, sem hann yfirgefur fjallsbrúnina og stígur niður til hinna vesælu bústaða guðanna, er hann of- jarl örlaga sinna. Hann er sterkari en steinninn. Ef þessi goðsögn er sorgleg, stafar það af því, að hetja hennar gerir sér aðstæðurnar Ijósar. Hvernig myndi þjáning hans vera, <ef hann við hvert skref vonaði, að verkefn- ið myndi takast? Verkamenn nú á tímum vinna hvern dag svipaða vinnu, og örlög þeirra eru ekki síður fjarstæð. En þau eru aðeins sorgleg á þeim fáu augnablikum, sem maður gerir þau sér ljós. Sisyfos er öreygi guðanna, máttvana uppreisnarmaður, en hann þekkir sín hamingjusnauðu örlög í öllu víðfeðmi sínu: það eru jDau, senr hann hugsar um á leið sinni niður fjallið. Þessi glöggskyggni, sem átti að verða hegning hans, verður jafnframt staðfesting á sigri hans. Það eru engin örlög til, sem ekki er hægt að yfirbuga með fyrirlitningu. Einstaka daga, þegar hann gengur niður fjallið, ber hugarangrið lrann nær ofur- liði. En gleðin er einnig oftast á næsta leiti. Orðið gleði er ekki of sterkt. Ég ímynda mér Sisyfos enn þá einu sinni á leið niður að steininum. Fyrst í stað er hann mjög Jrjáður. Þegar minningarnar frá jörðinni standa Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum hans og þráin eftir hamingjunni verður of áköf, gerist Jrað að sorgin brýst fram í mannshjartanu. Það er sigur steinsins, það er steinninn sjálfur. Hina þjáningarfullu örvæntingu er of erfitt að bera. Þetta eru nætur okkar í Gethsemane. Oidipus Itlýðir fyrst örlögum sínum án þess að þekkja Jtau. Sorgarleikurinn hefst á Jdví augnabliki, þegar augu hans ljúkast upp. En á Jressu augnabliki örvæntingar og skynleysis, upp- götvar hann, að hið eina, sem bindur hann jörðinni, er svöl hönd ungrar stúlku. Þá hljóma hin stoltu orð: „Þrátt fyrir allar raunir, segja mér liðin ár mín og sálar- styrkur minn, að allt sé gott.“ Oidipus Sofoklesar játar þannig eins og Kirilov Dostojevskis, sigur fjarstæðunnar. Hin forna speki og nútíma hetjuskapur komast að sömu niðurstöðu. Þegar við höfum viðurkennt fjarstæðuna, er ekki auðvelt að standast freistinguna að skrifa handbók um hamingjuna. Er Jrað svo? Finnum við hamingjuna í erfiðleik- 52 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.