Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 35

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 35
Annarlegar hugleiðingar eitt laugardagskvöld Ég sit við gluggann minn; horfi út á fjörðinn — svo fagran og lygnan. Og bæirnir handan endurkastast af spegli hans. Himinninn — svo þungbúinn; grár, þögull og angurvær. Þá var hugurinn rór og hamingjusamur. Nú kvöldar. Hugur minn reikar heim. Heim í dalinn, þar sem allir eru svo góðir. En hér skilur enginn neitt. Stundum er himinn blár, tær og sævarblár. Þá brosir hann og allt er svo gott. Þá er ekki heimþráin eins djúp og sár. Nú, þegar húmar að„ minnist ég þín — vinur minn — þú ert svo fjarri (Rökkvaðar septembernætur fagrar — en þó blandnar trega.) Við urðum alltaf að skilja of fljótt. Minningarnar koma frá björtum vorkvöldum þegar regnið stieymdi milt og hljóðlátt. eins og það vildi gæla við andlit og hendur. I kvöld sit ég og hlusta á tryllingslega tónlist hinna síðhærðu. Hugur minn reikar til alls þess, sem ekki getur orðið. ignota. Blóm Bros Er máninn skrjáfar við gluggann og málar jörðina skini sínu vaxa marglit blóm í draumum. Máttvana er myrkrið mót einu brosi sem aðeins sést af hvítum tönnum að nóttu. n n ■MUNINN -63

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.