Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 15
sjá í gólfinu margra alda gamla steina og
steinabrot, en aftur á móti eru í kirkjunni
þrjú pípuorgel. Þar er og að finna allmörg
minnismerki um ýmis stórmenni, flest frá
14. til 18. öld, auk annarra helgigripa frá
sama tíma, en predikunarstóllinn er frá
1961. I heild er kirkjan íburðarmikil og
falleg, þó að hið sérkennilegasta sé hin
nána snerting fyrnsku og nútíma.
Sama daginn var okkur sýnt loftvarnar-
byrgi borgarinnar, Mariaberget. Það er
þannig gert, að upp úr jörðinni hafa verið
fjarlægðir 37000 rúmmetrar af bergi og
þannig myndað vistarverur a. m. k. 15 m
undir yfirborði jarðar, og geta þar hafst við
um 5500 manns, og þeir geta komizt inn á
4—5 mínútum. Þarna niðri er æskulýðs-
heimili, íþróttasalur, salur til kvikmynda-
sýninga, alls konar verkstæði o. m. fl. Og
ef ekki vantaði alla glugga, væri þarna fullt
eins vistlegt og hvar annarsstaðar. Þetta á
að vera helzta vörn borgarbúa í hugsanlegu
kjarnorkustríði, og þó þarna rúmist aðeins
lítill hluti þeirra, er það þó miklu betra
en ekki neitt.
Að kvöldi þriðja dagsins, sem var laug-
ardagur, var okkur haldið samsæti í skól-
anum ásamt skemmtiatriðum, sem við önn-
uðumst að mestu leyti sjálf. í byrjun söng
ágætur sænskur kór, en síðan annar, íslenzk-
ur. Svo sögðum við frá landinu og skólan-
um og sýndum þjóðbúninga. Þá var ein-
leikur á píanó, kvartettsöngur, almennur
söngur, og einnig lék H. H. kvartettinn ís-
lenzk dægurlög.
A eftir var dansað við undirleik stórrar
hljómsveitar úr skólanum, og á dansgólf-
inu komu yfirburðir okkar manna í ljós í
fyrsta skipti, en því miður í síðasta skipti
líka, — ja, að vísu held ég að við höfum
verið snjallari að hrópa húrra, þegar þess
þurfti með.
Þessu kvöldi lauk með því, að við sýnd-
um kvikmyndir og skuggamyndir frá Is-
landi.
Daginn eltir hafði herinn flugsýningu á
flugvelli skammt frá borginni. Að vísu var
sýningin ekki haldin sérstaklega fyrir okk-
ur, en við megum teljast sérlega heppin að
hafa fengið tækifæri til að sjá hana, þar
sem slík sýning er aðeins haldin á fjögurra
ára fresti, og tvímælalaust var þetta eitt ltið
stórfenglegasta, sem við sáum í ferðinni.
Þarna sáum við heila flota af herþotum,
sem hófu sig upp nokkur hundruð metra
frá okkur og sýndu listflug o. fl. fyrir ofan
höfuð okkar. Einnig sáum við listflug minni
flugvéla, fallhlífarstökk, fjarstýrða eldflaug
og margt fleira.
Svíar eru ákaflega stoltir af hernum sín-
um og mega líka vera það, og þeir voru
mjög undrandi ylir því, að við skyldum
ekki hafa íslenzkan her og urðu jafnvel tor-
tryggnir, þegar ég lét það í ljós, að mér
væri ekki um það gefið, að Bandaríkin
hefðu herstöð hér. En svo mundu þeir eft-
ir landhelgisdeilunni, og þá varð ég að
viðurkenna, að við hefðum sjóher, sem að
vísu væri nú öllu minni en sá brezki, en
við unnum stríðið samt!
Um kvöldið bauð bærinn okkur í mat
í glæsilegasta samkomusalnum þar, Maler-
en. Þar voru fluttar ræður, gjafir og þakkir
afhentar og meðteknar. Blásorkestern lék,
MUNINN 43