Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 9
upplesturs. Skemmtun þessi heppnaðist ágætlega. Spurningakeppnina unnu Bifrast- armenn með yfirburðum, en dómarar mælskukeppninnar kváðust engan dóm vilja upp kveða. Fyrr um daginn hafði far- ið fram íþróttakeppni. Veitti Menntskæl- ingum þar betur, enda virðast þeir töluvert þróttmeiri í fótunum en í höfðinu. Daginn eftir, 11. nóv., var mánaðarfrí, sem ákveðið hafði verið af kennurum skömmu áður. Var það gróin hefð áður fyrr, að mánaðarfrí væri 11. nóv., á afmæl- isdegi Matthíasar Jachumssonar, og er þessi hefð að komast á að nýju. Næsta dag var jazzkynning í setustofunni. Var ):>að önnur tónlistarkynningin á þessurn vetri. Sú fyrsta var 6. nóv. A föstudagskvöld fór frarn í setustofunni annar málfundur vetrarins. Frummælandi var Gunnar Stefánsson. Ræddi hann herset- nna og afleiðingar hennar. Var góður róm- ur gerður að máli hans. Síðan urðu harðar umræður og mæltist ræðumönnum misvel. Komu fram mjög sérstæðar skoðanir á list- um hjá sumum þriðjubekkingum. Er mik- ill akkur í því fyrir íslenzka menningu að eiga svo öflugan liðsmann, sem einn stjórn- armeðlimur Flugins virðist vera. A fyrsta málfundi vetrarins kom í ljós, að margir voru fylgjandi því að gera árs- hátíðina aftur að föstum lið í skólalífinu, en árshátíð hefur ekki verið haldin liér síð- ustu þrjá vetur. Samkvæmt ráði viturra manna og Pálma Frímannssonar var ákveð- ið að sameina árshátíðina og fullveldishá- tíðina. Laugardaginn 14. nóv. var svo hringt á Sal og las skólameistari nöfn þeirra, sem valdir höfðu verið í nefndir, til undirbún- ings hátíðinni. Auk þess gaf hann nemend- um ýmis ráð. Að lokum var sungið. í lok næstu viku, nánar tiltekið á laugar- dag, hófst hin árlega samvinna MA og IOGT. Var nemendum boðið til kvik- myndasýningar í Borgarbíói, gegn vægu gjaldi. Sýnd var myndin „Whistle dotvn the wind.“ Aðsókn var ágæt. A sunnudag var tónlistarkynning í setu- stofunni. Kynnt voru rússnesk tónskáld frá 19. öld. A mánudag var gefið frí úr tveimur tím- um og nemendum gefinn kostur á að sækja hljómleika Hauks Guðlaugssonar í Akur- eyrarkirkju. Lék hann að mestu verk eftir Bach á hið volduga pípuorgel Akureyrar- kirkju. Er það mjög til fyrirmyndar að gefa nemendum kost á að hlusta á lifandi flutn- ing sígildra tónverka við slíkar aðstæður. Þann 25. nóvember leit svo fyrsta tölu- blað Munins á þessurn vetri dagsins ljós. Ekki urðu menn á eitt sáttir um gæði blaðsins fremur en endranær. Virðist það orðin algild regla að lasta ætíð efni Mun- ins og því miður ekki alltaf af ástæðulausu. Um kvöldið var svo bókmenntakynning í setustofunni. Kynntur var franski rithöf- undurinn Albert Camus. Aðsókn var ekki góð, en var þó mjög vandað til kynningar- innar, sem tókst ágætlega. Flutti skólameist- ari fróðlegt og skemmtilegt erindi um Camus. Síðan var lesið úr verkurn hans. Þess má geta, að jrarna var flutt smásaga eftir Camus, þýdd af Jóni Björnssyni. Verð- ur slíkt að teljast nokkur viðburður, því að sjaldgæft er, að þýðingar menntaskólanema séu taldar hæfar til slíkra kynninga. Föstudaginn 27. nóv. var söngsalur, til þess að nemendur fengju að þjálfa radd- bönd sín fyrir skólahátíðina. Við jólaföstuinngang hófst svo undirbún- ingur skólahátíðarinnar fyrir alvöru. Lögðu sumar nefndir nótt við dag til að ljúka verkefnum sínum, Hefur sennilega ekki verið vandað svo mjög til nokkurrar skóla- samkomu í mörg ár. Á mánudag var aðeins kennt í tveimur tímum; síðan var söngsalur, og að lokum var gefið frí. Um kvöldið var svo skólahátíðin haldin. Hófst hún með mjög hátíðlegu og skemmti- legu borðhaldi í matsal heimavistarinnar. Röðuðu menn þar í sig Ijúffengum krás- Framhald á bls. 50. MUNINN 37

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.