Muninn - 15.03.1972, Síða 10
/o
samning NATO, er hér um að ræða mjög
hógværa tilraun til að framfylgja að
hluta til þessum samningsákvæðum og
yfirlýsingum. Engu að síður virðast
þessir hógværu tilburðir til þess að
koma í framkvæmd íslenzkum skilyrðum
þessara samningsgerða, ætla að hafa
í för með sér ný og e.t.v. heiftúðleg
innanlandsátök um málið, eins og
vikið er að í upphafi þessa greinar-
korns.
fcálefnaleg barátta og umræður um
herstöðvar er ágæt og í sjálfu sér
nauðsynle^ meðan hér er erlendur her,
þó ekki se til annars en halda
hættunni af hersetunni innan viðráð-
anlegra marka. Hitt verður að játa,
að æsiskrif og móðursýkisleg átök
innanlands um málið eins og nú sýnast
í uppsiglingu, gæti haft í för með
sér tjón fyrir okkur út í frá í land-
helgismálinu, sem er okkar mikil-
vægasta mál eins og sakir standa.
Vegna þessa er sérstök ástæða til
að ætlast til þess af forystumönnum
ábyrgra^stjórnmálaflokka, og þó einkum
stjórnmálaflokka, sem njóta svo mikils
fylgis með þjóðinni, að þeir hljóta að
fara með æðstu völd í þjóðfélaginu
öðru hverju, að þeir hagi svo baráttu
sinni í þeim átökum, sem nú eru í
uppsiglingu, að það skaði ekki
þjóðina, aða a.m.k. baki henni ekki
tjón í mestu lífshagsmunamálum
hennar.