Muninn

Årgang

Muninn - 15.03.1972, Side 13

Muninn - 15.03.1972, Side 13
Kjallaraherbergi. Svefnsófi, stóll og skrifborð. Logandi kerti í flösku á borðinu. Þau: Sitja á sófanum. Horfa í vínið. Ég: Sit á stólnum. Helli í glas. Umræður án inntaks. Hlátur án gleði. Ég: Stend upp. Helli í glösin. Þau: Lifna við. Klingja glösum. Táfýla og reykjarsvæla. Eg: Teyga vínið. Treð í pfpu. Ofsalegt ! Stórkostlegt ! Söngur og falskt gítarspil. Hvað er-svo glatt ----- Bíll flautar fyrir utan gluggann. öðagot. Leit að hálsbindi og skóm. Djöfuls rembihnútar á skóreimunum. Við: Stöndum skjálfandi í biðröð fyrir utan samkomuhús. Yljum okkur innan með dreggjunum. Hávaði og reykjarsvæla. Halló! Ert þú hér ? Hvað er að sjá þig ? Eg: Ráfa \im, klístraður af svita, með hárið ofan í augum. Grá morgunnskíma berst inn um gluggann sem ekki hefur verið dregið fyrir. Köld stroka stendur inn um opinn gluggann, og fer með hvin undir hurð- ina, sem skelfur og hriktir. Brotin glös og flöskur liggja á gólfinu, í ipolli frá bræddum snjó. Ég: Vakna. Skelf af kulda. Stend upp og loka glugganum. Hvað er svo glatt ---- i UPPLYFTING yjy

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.