Muninn

Volume

Muninn - 15.03.1972, Page 43

Muninn - 15.03.1972, Page 43
áratugum. (I>etta er eitt gleggsta dæmi þess hvernig uppeldi getur verið afgerandi í þjóðf élagsuppby^jgingu). En hver er pa frumrót trúarbragðanna? Sennilega sést hiín bezt í frumstæðum trúarbrögðum. 1 þeim eru guðirnir oftast nær personugerfingar máttarvaldanna, regns, vinds, sjávar o.s.frv. Þegar svo trúar- brögðin þróast bætast við siðferðiskenn- ingar og tilraunir til að kenna gott en banna illt. Síðan hefur þessu öllu verið hrært saman og upp sprottið guð hins góða og guð hins illa (sbr. trúarbrögð Persa til forna), guð og djöfull. Einn þáttur trúarbragðanna eru goðsögurnar, í þeim er gerð tilraun til að útskýra ýmsa óskiljanlega hluti svosem tilvist manna, dauðann o.fl. með frásögnum af guðunum. Og það eru einmitt þessar goðsögur sem afvegaleitt hafa trúna mest samanber setninguna sem grein þessi hefst á. Og goðsögurnar eru ekkert staðlað fyrirbæri. Það er sífellt verið að búa þær til og aðallega handa yngstu þjóðfélagsþegnunvun. Allir kannast við söguna um storkinn sem verður að teljast afleiðing siðferðis- mats miðaldakirkjunnar, en mat hennar á slæmu og góður siðferði virðist ráða t.d. afstöðu fjölmiðla og opinberri afstöðu einstaklinga nú á timum. Og það á einnig við þá er t.d. halda sýningar á sér nöktum og því um líkt, þeir hafa nákvæmlega sömu siðferðiskennd og hinir sem gagnrýna þá mest. Afstaða þeirra kemur til af löngun að ganga í berhögg við siðferðiskenndinaog er því sprottin uppúr miðaldamatinu,þ.e. siðferðiskenningunni sjálfri., en ekki (númati). Þetta er einmitt atriði sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir áður en tekin er afstaða til kynlífis- t.d. i Danmörku. En hvað kemur þetta guði við? Jú þetta var örlítil til- raun til að sýna fram á að ofsaleg sið- ferðiskennd og jafn ofsaleg siðferðis- vankennd er af sömu rót runnin. Einn aðalboðskapur nýjatextamentisins er siðferðisboðskapur Krists. En enn búum við við mat miðaldarkirkjunnar eins og bent var á. En hún var mótuð af alþjóð- legri gróðahyggju. Því lagði hún mesta áherzlu á þá hluti- sem mögulegt var að

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.