Muninn - 15.03.1972, Page 45
tilveru. Það kemur í ljós að hún flís-
fellur í hið kapítalíska hagkerfi. Þar
sem von er á gróða,þangað teygir ialín arma
sína. (Því er til dæmis haldið fram, að
þrátt fyrir tillag páfans við pilluna, eigi
kirkjan allstóra hluti í pilluverksmiðj\Am
á ítalíu). Þannig er hægt að leiða rök að
því, að kaþólska kirkjan sé beinlínis völd
að örbirgð í heiminum, þrátt fyrir yfir-
lýstrar stefnu þveröfugs eðlis.
Eins og fyrr er getið eru æðri trúar-
brögð samhræringur náttúruguða, goðsagna
ög siðferðisboðskaþar. Sé litið á þetta
allt frá augum hlutleysis og vandamála
\Amheimsinsí dag, þarf ekki langar hugrenn-
ingar til að komast á þá skoðun að ef
á að tryggja þeim af néttúrunnar duttl-
ungum tilorðnum manneskjum og öðru lífi
sem líf hennar raunar byggist á áfram-
haldandi hæli í efnisheiminum, þá er
það siðferðisboðskapurinn sem skiptir
máli.
Enda virðist þróun í þá átt í hæðsta máta
eðlileg. Það skiftir nútímamenn með fóstur
í tilraunaglasi litlu máli, hvort Jesús
fcvaríuson fæddist með eða án undanfarandi
samræðis. Ennfremur skiftir það litlu
máli hvort hann andaðist í hárri elli- eða
var píndur til dauða og hvort hann strípl-
aðist hér um eftir dauða sinn. (Við Is-
lendingar höfvun hingað til haft nægar
draugasögur sem eru okkur nákomnari en
frá Israel). Hitt er okkur öllu mikil-
vægara að þessi maður setti fram kenn-
ingar sem eru samnefnari flestra annarra
er um mannúð fjalla. Ennfremur er til
staðar stofnun, við hann kennd, all út-
breidd, og eins og fyrr var að vikið, er
hún allvel -fiáð. — -. .