Muninn

Volume

Muninn - 15.03.1972, Page 46

Muninn - 15.03.1972, Page 46
Það er hróp hirrnar ringu og uppvax- andi kynslóðar, að kirkjunnar þjónar hætti að miklast yfir syndum smá- mennisins sem ekkert fær að gert \im illsku heimsins, nema þá ef til vill með blýants— krossi fjórða hvert ár, heldur snúi sér þess £ stað með öllu fjármagni sínu og öllum krafti að þeim mönnum og stofnunum sem friði og frjálsræði stendur mest hætta af. Þar á eg við vopnaframleiðendur og vopnaverksmiðjur og þar með meirihluta gróðahyggjumanna. (Eins og ég hef leitt að áður, byggist tilvera heils iðnaðar stórveldis a tilbúningi og eyðingu her- gagnaj. En róðurinn að þessu marki er erfiður. Prestarinr búnir að temja sér hugsunargang s«m þeir vilja ekki víkja af og telja kirkjubyggingar mikilvægari sálarheill manna þrátt fyrir að oftast nær er um annaru húsakost sem jafnframt er notaður til annars. (Hvað ætli til dæmis Hallgrímskirk jal jafngildi mörgum dagheimilum, skólum, sjúkrahúsum?). Og hve mörg börn í Bangla Desh skyldu nu hafa verið lifandi, £ stað þess að vera liðin lik, ef hefði verið i brauð breytt?) Eg veit að allt hefur þetta verið sagt aður og prestar jafnan svar- að því til að kirkjubyggingar séu það sem fólkið vill. En þeir gleyma þvi, þeir góðu menn, að það voru jafnframt þeir sjálfir sem vöktu upp þennan vilja fólksins með hálfgerðri múgæsingu og tilvitnun í sálarheill. En nú er smásaman söðlað um. Hýðið smáflettist af trúarbrögðunum og kjarninn blasir betur og betur við. Við vitum það nú, að okkur ber fremur að hjálpa náunga okkar, en að kaupa sjálf okkur frá syndum. Þessvegna er það krafa vmgs fólks að kirkjan verði virkt afl í sameiningu kúgaðra stétta allra þjóðfélaga gegn kúgurum. Því til þess er hún- nógu sterk. Það sem farið er fram á er: bvltingarsinnuð kirkja, með heill hinna kuguðu þjóða að leiðarljósi. Lifi Byltinginr Þórólfur Latthíasson.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.