Muninn

Volume

Muninn - 15.03.1972, Page 68

Muninn - 15.03.1972, Page 68
MAÐVRINN Ekkert dýr á jörðunni er eins og maðurinn! Öpum getur "svipað"til mannsins en lengra nær samlíkingin ekki. Laðurinn er undarlegastur allra dýra á jörðvmni! Ef maður hugsar sér að maður geti rannsakað lifnaðarhætti marmanna, líkt og pegar vísindamenn rannsaka lifnaðarhætti maura og býflugna, þá mundi maður dást að dugnaði hans, elju og^tækni, en jafnframt skelfast yfir því hvernig hann beitir sínum eigin gáfum og hæfileikum til að svala illsku sinni og eyðileggingarfýsn. Iv.aðurinn er hættulegasta "dýrið" á jörðunni! Hættulegur bæði sjálfuin sér og töðru lífi á jörðinni. Plestar hans tækni- uppfinningar stefna að auðveldari að- ferðum til að eyða og drepa. Hvaða dýrategund gœti risið upp og hnekkt veldi mannsins? Engin! Og á- frarn vinnur maðurinn markvisst að pví að eyða öllu lífi á jörðunni. Öllum dýrum, öllum jurtum.og síðast en ekki sízt, sjálfum sér. Ekkert dýr kemst í hálfkvisti við manninn hvað tækni snertir. Ekkert dýr annað en maðurinnn getur eytt öllu lífi á jörðinnni. Enginn lifandi vera hefur eins mikið vald og maðurinn. Þetta vitum við allt. Og við vitum líka að þetta getur allt raskast á einni néttu. L.aðurinn etur orðið að lifa eins og hin dýrin stöðugum ótta við sér öflugri veru. En sú vera er ekki til hér á jörðinni, erm sem komið er. Ein staðreynd er því vís, að enga lífveru á jörðinni þarf maðurinn að óttast um tilveru sína fyrir nema sjálfan sig. Og þegar maður fer að hugsa útí þessa hluti vaknar þessi spurning: ER I..AÐURINN AÐSKOTADÍR A JÖRBINNI?

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.