Muninn

Volume

Muninn - 15.03.1972, Page 70

Muninn - 15.03.1972, Page 70
KLEFINN Það er myrkur. 2g sé ekkert £ kringum mig. Bara svart. Samt finn ég, hvernig veggirnir þrengja að mér. Þessir fjórir veggir. Ef ég rétti hendur mínar út, pá finn finn kulda hans streyma um fingur mér og handleggiþ kuldinn nær um allan líkama minn. Hatur hans hræðir mig. £g titra. Þessir fjórir gráu, köldu og hrufóttu vegg eru óvinir mínir. Þeir umkringja mig og halda mér föng- num, svo að sólin og hirtan ná ekki til mín., Á hverjum morgni, þegar ég vakna, þá veit ég, að þeir hafa færzt aðeins nær. Ög finn það. Og þeir glotta dauðu og slepjulegu steinglotti. Þeir tala líka saman. Eg hef heyrt heyrt þá hvíslast á, þegar ég ligg £ fletinu. Þá pískra þeir \im það, hvernig þeir ætli að kremja mig. Kremja mig hægt. Slétta mig út millum sín. Ég hendist á fætur og æði öskr- andi að þeim. 2g ber þá öllu afli mínu og allri sálarorku minni. Eg vil mylja þá niður. Og hendur mínar dynja á köldum steinunum, og blóðið lagar úr höndunum, en veggurinn glottir. Ég hamast. Bara að berja. Berja, berja, berja. Láta sál sína í að berja. Láta sál sína í að hata. Drepa. Lyrða. Og lykiinum er snúið £ skránni Þeir eru að koma að sækja mig, og veggirnir elta mig. KRÖI

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.