Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 25

Dýravinurinn - 01.01.1887, Page 25
 25 0rvæntingin. A íslandi ber |mð opt og einatt við, að kindur leggja á sund út í ár, til þess að komast undan grimmum hundum; en það ber einnig við, einkum ef grimmur liundur eltir eina kind, að kún steypist fram af kömrum. Að öllum líkindum atvikast það svo, að kindinni verður fótaskortur og hún hrapar niður, enda er það náttúrlegt þegar kindin er rnjög hrædd. En hugsanlegt er það líka að kindin kasti sjer fram af, af því lxún er yfirkomin af ótta og örvæntingu. Náttúrufræðingar eru einnig þeirrar skoðunar, að skepnur hlaupi opt út í opinn dauðann af ásettu ráði. í útlöndum koma álíka atvik opt og tíðum fyrir, þegar verið er að veiða dýr, enda er það mjög náttúrlegt, því veiðihundarnir eru stórir og grimmir að sama skapi. Myndin, sem hjer má sjá, er af viðburði, sem skeði fyrir nokkrum árum á eyjunni Ceylon, og liefur veiðimaðurinn sjálfur sagt frá. það er lijörtur, sem er að steypa sjer niður í gjá; hundaþvagan stendur uppi á klettasnösinni, sumir ýlandi og geltandi, sumir stara niður í liyldýpið, hálfhræddir og liálfgramir yfir því að haf'a misst herfang sitt. Veiðimaðurinn stendur hjá og horfir utan við sig á aumingja skepnuna, sem er að steypast niður. Hundarnir liöfðu ofsött hjörtinn í marga klukkutíma, en liann liafði varizt þeim ágæta vel og opt og tíðum ráðizt á móti þeim og barið þá með hornum og fótmn; loks liafði leikurinn borizt fram á þessa klettasnös. j>ar var ógreitt aðgöngu, því grasið var mjög liátt þar á klettabrúnunum, og veiðimaðurinn var hræddur um, að liann sjálfúr eða hundarnir mundu hrapa, einkum ef hjörturinn gjörði nýja atlögu að liundunum. Hundarnir sáu líka vel hættuna og fóru því mjög gætilega, liopuðu á hæl og reyndu til að ginna lijörtinn burt þaðan. Nú ræðst hjörturinn á hundaua og ber þá frá sjer, en snýr svo við aptur fram á brúnina og horfir niður og livarf í saina vetfaugi 'niður í liyldýpið. Maðurinn fann hræið skömmu seinna og dáðist að hvað skepnan hefði verið falleg.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.