Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 26

Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 26
26 Sögur liaía farið af því, hvernig hreindýr sjeu, eða hafi verið, veidd á Austurlandi, hvort sem þær eru sannar eða ekki. f>egar hreindýrin eru orðin holdlaus upp til fjalla og hungrið sverfur að þeim, leita þau niður til mannabyggða til þess að leita sjer að einhverri björg. En sú ferð vérður þeim ekki til mikils fagnaðar, því liundunum er sigað á þau, og elta þeir jtau ákaft; reyna menn að koma því svo fyrir að dýrin hrekist niður að ánum og kasta þau sjer þá opt útí vatnið. Hvort sem nokkuð er satt í þessum sögum at Austurlandi, eða ekki, þá dettur manni ósjálfrátt í hug, þegar menn heyra þær, kvæðið „Ohræsiðu, eptir Jónas Hallgrímsson. Eins og fiestir víst muna, þá er þar sagt frá rjúpu, sem flýr undan fálka. þegar hún er að fram komin af þreytu, fiýr hún á náðir mannanna, og „kastar sjer í keltu konunnar i dalnum.u En — „Gæða-konan góða grípur fegin við dýri dauða-móða — dregur háls úr lið; plokkar, piis upp brýtur, pott á hióðir setur, segir liapp þeim hlýtur, og lioraða rjúpu jetur.“

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.